Grein

Guðjón Már Þorsteinsson.
Guðjón Már Þorsteinsson.

Guðjón Már Þorsteinsson | 26.05.2006 | 09:01Athugasemd vegna skrifa Jónu Benediktsdóttur

Ég undirritaður hef starfað að íþrótta- og æskulýðsmálum frá því að ég fyrst kom hingað 1977. Það hefur alltaf verið bjargföst trú mín að styja eigi við alla íþróttastarfsemi havaða nafni sem hún nefnist og að því tilskyldnu að þessi iðja brjóti ekki í bága við stefnu ÍSÍ og UMFÍ. Að sjálfsögðu á að styðja mest við börn og unglinga. En það má ekki gleyma því að eftir að unglingárum lýkur þá verður að vera áform um að halda áfram að styðja við bakið á okkar afreksfólki. Það vill nú þannig til að ég þekki vel til afreksfólks okkar hér í bæ. Ég veit hvað það kostar að taka þátt í landsliðum og það góða fólk sem er valið sem fulltrúar okkar á þeim vettvangi eiga að fá stuðning okkar.

Ef við eigum ekki þetta afreksfólk þá er ekki sami hvati fyrir yngri iðkendur að stunda íþróttir, það er margsannað að krakkar vilja líkjast fyrirmyndum sínum og er það vel. Jóna og ég erum ekki sammála um styrkveitingu til íþróttamála og verðum það víst seint. Það er ef til vill skoðun hennar að meistaraflokkur KFÍ og afreksmenn Skíðafélagsisns séu í þessu einungis til þess að fá félagskapinn og eyða þannig ómældum tíma og fjármagni til þess að komast í landslið. Nei, það er ekki alveg rétt. Félagskapurinn er plúsinn við þetta yndislega form sem íþróttirnar eru.

Ég vil allt fyrir börn og unglinga gera og hef gefið af mér til starfa fyrir íþróttir, félags og menningarmála. En ég mun aldrei gera upp á milli iðkendum háð aldri. Hjá mér verður viðmið styrksins ávallt háð aðstæðum hverju sinni. Ég hef þó ekkert um þetta að segja þar sem ég er ekki í aðstöðu til þess að veita úr neinum sjóðum, en ég hef þó mína skoðun.

Ég hef aldrei gert það sama fyrir alla, en ég hef reynt að gera sem mest fyrir alla. Og það mun ég gera áfram. Íþróttir eru fyrir alla.

Virðingarfyllst.
Guðjón M. Þorsteinsson.Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi