Þjóðbúningamessa á Bíldudal

Hópmynd af konunum sem voru í þjóðbúningum. Mynd: Jörundur Garðarson.

Í gær, á sumardaginn fyrsta, var haldin þjóðbúningamessa í Bíldudalskirkju og var það í tíunda sinn. Vel var mætt eða um 40 – 50 manns og margir fallegir búningar. Þjóðbúningafèlagið Auður tók þàtt í messuhaldinu. Sèra Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands predikaði og þjónaði til altaris àsamt sèra Kristjàni Arasyni sóknarpresti. Boðið var til kaffiveislu að messu lokinni.

Mæðgurnar Nanna Sjöfn Pétursdóttir og Lilja Rut Rúnarsdóttir skörtuðu fallegum búningum.

Friðbjörg Matthíasdóttir lengst til hægri í 20. aldar upphlut, til vinstri er Valgerður María í 19.aldar upphlut og á milli þeirra er Bozena Turek í sínum pólska búningi.

Hópmynd með biskup og sóknarpresti. Myndir: Jörundur Garðarson.

DEILA