Fiskeldissjóður: Súðavík og Strandabyggð fengu styrki

Frá Hólmavík.

Stjórn Fiskeldissjóðs úthlutaði Strandabyggð styrk að fjárhæð kr. 25.384.000 vegna fráveitu í Strandabyggð, uppbygging hreinsistöðva. Sótt var um 43,5 m.kr.

Súðavíkurhreppur fékk tvo styrki samtals kr. 17.307.000.

Verkefnið Heitir pottar og aðstaða á Langeyri er styrkt um 15.850.000 kr. og 1.457.000 kr. styrkur er til mengunarvarnabúnaðar fyrir Súðavíkurhöfn.

Súðavíkurhreppur sótti einnig um 45 m.kr. til líkamsræktaraðstöðu en ekki fékkst stuðningur við það.

Þá sótti Tálknafjarðarhreppur um 80 m.kr. styrk í fráveitu frá þéttbýlinu en ám árangurs.

Samtals fengu fimm sveitarfélög á Vestfjörðum styrki að fjárhæð 245,7 m.kr. að þessu sinni. Alls var veitt 437,2 m.kr. úr sjóðnum til sveitarfélaga á Vestfjörðum og Austurlandi.

DEILA