Hörður: oddaleikur í kvöld á Torfnesi

Hörður Ísafirði og Þór Akureyri leika í kvöld oddaleik í umspili þeirra í Grill66 deildinni í handknattleik. Þetta verður þriðji leikur liðanna og hefur hvort lið unnið sinn leik. Nú verður leikið til þrautar og mun sigurvegarinn halda áfram í keppninni um sæti í Olísdeildinni og leika sams konar einvígi við Fjölni í Grafarvogi.

Leikurinn hefst kl 19:30 í íþróttahúsinu á Torfnesi.

DEILA