Mælingar hafsbotnsins varpa ljósi á skipsflakið HMS Rajputana

Á kortinu má sjá staðsetningu Rajputana vestur af Snæfellsnesi.

Á 400 metra dýpi, um það bil 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi liggur skipskrokkur á hafsbotninum sem er 155 metra langur og 20 metra breiður.

Skipið liggur á ystu brún plógfars eftir ísaldarjökul sem er 330 metra breitt og 12 metra djúpt. Skutur skipsins virðist vera grafinn undir set og er skipið því líklega lengra en gögnin sýna. Umhverfis flakið má sjá hóla og hæðir sem gætu verið leifar af skipinu sjálfu.  

Vopnaða kaupskipið HMS Rajputana sem var skotið niður 13. apríl 1941 á Íslandsmiðum

Í rannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til að kortleggja hafsbotninn í kringum Ísland var siglt yfir staðinn sem talið var að Rajputana lægi.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar þar sem er frásagnir af skipinu og afdrifum þess.

DEILA