Lagt til að sameina almannavarnanefndir á norðanverðum Vestfjörðum

Frá fundi almannavarnanefnda árið 2021 á Ísafirði.

Í gær var fundur í sameinaðri almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Greint var frá því að nefndin hafði í desember sl sent formlegt erindi til Bolungavíkurkaupstaðar til þessað  kanna hug þeirra til þess að starfandi verð ein sameinuð nefnd fyrir norðanverða Vestfirði, fyrir Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp.

Bæjarráð Bolungavíkur tók jákvætt í erindið og fól bæjarstjóra að hefja viðræður við almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Í gær kom Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri á fund nefndarinnar til viðræðna um sameiningu almannavarnanefndanna tveggja.

Bókað var að Jón Páll Hreinsson ræddi skipulag almannavarna í Bolungarvík og samskipti við almannavarnir Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps. Jafnframt var rætt um tilkynningar vegna lokana á Eyrarhlíð.

Virðast viðræður um sameininguna vera komnar á rekspöl þótt ekkert hafi verið ákveðið enn.

DEILA