Vísindaportið: Háskólaborgin Coimbra

Carlos Cardoso Ferreira heldur erindi í Vísindaportinu föstudaginn 26. apríl sem nefnist Háskólaborgin Coimbra: áskoranir í ferðaþjónustu.

Í háskólaborginni Coimbra er að finna einn elsta háskóla Portúgals og jafnframt er hann einn sá elsti í heiminum. Þar er fræðasamfélagið sterkt og arfleiðin endurspeglar borg með sterkar hefðir og mikla sögu. Ferðaþjónusta stendur styrkum fótum í borginni og hefur bæði styrkleika og áskoranir. 

Carlos Cardoso Ferreira er með doktorspróf í landafræði frá háskólanum í Lissabon.Hann er aðstoðarpófessor og fagstjóri BA náms í ferðamálafræðum við háskólann í Coimbra. Hann stundar rannsóknir við rannsóknarsetur í landafræði (Geography and Spatial Planning (CEGOT). Hann hefur m.a. rannsakað ferðamennsku á strandsvæðum,stjórnun áfangastaða og félagslega ábyrga ferðamennsku. Carlos er stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða í Sjávarbyggðafræðum.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér:https://eu01web.zoom.us/j/69947471079.

Erindið fer fram á ensku.

DEILA