Saga hékk í tuttugu mínútur og sló Íslandsmet

Nemendur Grunnskólans á Ísafirði tóku þátt í undanriðli 4 í skólahreysti í gær og höfnuðu í 6.sæti af 12, með 46 stig.

Fyrir hönd skólans  kepptu þau Dagný Emma Kristinsdóttir, Hilmir Freyr Norðfjörð, Kristján Hrafn Kristjánsson og Saga Björgvinsdóttir. Til vara voru þau Friðrikka Líney Sigurðardóttir og Stefán Eyjólfsson. 

Saga sló ársgamalt Íslandsmet í hreystigreip í Skólahreysti þegar hún hékk í tuttugu mínútur

Hékk í tuttugu mínútur og sló Íslandsmet – RÚV.is (ruv.is)

Áður átti Ester Katrín Brynjarsdóttir Íslandsmetið, en hún hékk í sautján mínútur og tuttugu sekúndur í fyrra.

DEILA