Fiskeldissjóður: Vesturbyggð fékk 89,1 m.kr. styrk

Hæstur styrkur er veittur til nýbyggingar skólahúsnæðis á Bíldudal.

Vesturbyggð fékk samtals 89,1 m.kr. úthlutað úr Fiskeldissjóði í ár í styrk til fjögurra verkefna.

Til nýbyggingar á leik- og grunnskóla á Bíldudal var veittur kr. 46.454.000 styrkur.

Kaup og uppsetning varmadælu við sundlaugina, Patreksfirði fékk 13.000.000 kr.

Þriðja verkefnið er rannsóknarrými í Verbúðinni, Patreksfirði, en til þess var veittur 7.175.000 kr styrkur og fjórða verkefnið er Endurnýjun skólalóðar Patreksskóla, Patreksfirði sem er styrkt um kr. 22.518.000 kr.

Vesturbyggð lagði inn umsóknir um átta verkefni og sótti samtals um styrk að upphæð 248 m.kr.

Til nýbyggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal var sótt um 150 m.kr. og sótt var um 41 m.kr. til skólalóðar. Fjögur verkefni fengu ekki styrk að þessu sinni, að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn, söfnunarsvæði fyrir úrgang í dreifbýli, þekkingarsetur í Vatneyrarbúð og kaup á rafmagnstvinnbíl.

DEILA