Grein

Fyrrv. starfsmenn Skjávarps | 05.12.2001 | 07:57Svikaferill hjá SkjáEinum

bb.is hefur borist yfirlýsing frá fyrrverandi starfsmönnum Skjávarps – lýsing á því, eins og þeir segja sjálfir í nokkrum línum sem fylgdu yfirlýsingunni, hvernig þeir hafa verið „hanteraðir“ af forráðamönnum SkjásEins frá því að þeir keyptu Skjávarp. Einnig er greint frá lögtaki í sendum sem dreifa dagskrá SkjásEins og talað um yfirvofandi lokun þeirra, jafnt á Ísafirði sem annars staðar. Yfirlýsingin fer hér á eftir.
Loforð um greiðslur til starfsmanna Skjávarps svikin.
Samskiptaleysið við móðurfélagið algert.
Nýir eigendur viðhafa sömu vinnubrögð.
Fjárnám gert í sendum sem annast útsendingar SkjásEins.SkjárEinn kaupir Skjávarp

Um mánaðamótin júní/júlí sl. var starfsmönnum Skjávarps hf. tilkynnt að fyrirtækið hefði verið selt og að nýir eigendur væru komnir til skjalanna (SkjárEinn). Ekki mátti greina starfsfólki frá því hverjir hefðu keypt fyrirtækið, en síðar kom í ljós að ástæða þess var sú að SkjárEinn var í endurfjármögnun og hlutafjárútboði og gat því ekki greint frá þessu. Þetta fannst fólki miður, því vel hefði verið hægt að ræða málin í trúnaði og sýna starfsfólki það traust sem því bar.

Sviknar launagreiðslur

Fyrstu kynni starfsfólks Skjávarps af þessum nýju eigendum (sem það vissi að vísu ekki hverjir voru) voru þau að strax þessi fyrstu mánaðamót vanræktu þeir launagreiðslur og drógust þær fram yfir miðjan júlí. Mikil óánægja var að sjálfsögðu með þetta, þar sem starfsmenn Skjávarps höfðu vanist því að laun til starfsmanna hefðu forgang og væru greidd á réttum tíma. Þetta olli verulegum óþægindum og setti fólk í óþægilega stöðu gagnvart sínum viðskiptabönkum. Óvissan og öryggisleysið jókst dag frá degi þar sem dögum saman var fólk bæði launalaust og í ofanálag var ekki hægt að greina frá því hverjir hinir nýju eigendur væru. En launin komu eftir dúk og disk og að endingu var það upplýst hverjir höfðu keypt fyrirtækið – SkjárEinn.

Uppsagnarbréf í pósti

Strax í upphafi komu í ljós miklir samskiptaörðugleikar við stjórnendur SkjásEins og óvissa og óánægja gróf um sig á meðal starfsmanna. Enginn vissi hver áform þeirra voru, hvort þeir hugðust reka fyrirtækið áfram í óbreyttri mynd, eða hvort þeir ætluðu að leggja það niður. Skömmu fyrir mánaðamótin júlí/ágúst barst öllum uppsagnarbréf (í ábyrgðarpósti) þar sem fólki var sagt upp sökum endurskipulagningar. Svo ótrúlega vildi síðan til að þessi uppsagnarbréf voru innkölluð og starfsmönnum afhent annað umslag MEÐ SAMSKONAR BRÉFI !! Launagreiðslur stóðust síðan þessi mánaðamót og voru greidd á réttum tíma.

Óvissa og öryggisleysi

Nú fór smám saman að renna upp fyrir starfsmönnum Skjávarps að hinir nýju eigendur virtust ekki hafa nokkra þekkingu á því hvernig ætti að umgangast fólk í aðstæðum sem þessum og miðað við hversu illa gekk að ná við þá sambandi og fá skýringar, virtist þeim nokk sama. Þó fór svo að á endanum, eða 17. ágúst mætti á símafund Kristján Ra. Kristjánsson frá SkjáEinum, en hafði fátt að segja. Hann tilkynnti fólkinu að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það hvernig rekstrinum yrði háttað í framtíðinni, en þó ætti að reka fyrirtækið í óbreyttri mynd þar til uppsagnir kæmu til framkvæmda, 31. október.

Engin laun - engar skýringar

Þriðju mánaðamótin undir stjórn nýrra eigenda brugðust launagreiðslur aftur og þarf vart að taka fram hvernig mórallinn innan fyrirtækisins var orðinn. Fólk launalaust, nánast sambandslaust við nýja stjórnendur og með uppsagnarbréf á bakinu í ofanálag. Nú var fólk farið að reyna að hafa samband við SkjáEinn, með ýmis erindi og m.a. til að fá að hætta áður en uppsagnarfresturinn var útrunninn. En jafnvel það var ekki auðsótt mál, því samskiptin við ráðamenn þar voru hreint með ólíkindum. Þeirra stíll á samskiptum var sá að svara ekki tölvupósti, síma, eða skilaboðum og þannig sniðgengu þeir starfsfólkið. Í þau örfáu skipti sem Kristjáni Ra. Kristjánssyni þóknaðist að senda einhverjar skýringar í tölvupósti, gerði hann illt verra með miður heppilegu orðalagi. Engar lausnir, engar dagsetningar, en skilaboðin þó alltaf á þann veg að það væri verið að gera allt til að greiða launin og þau hefðu algeran forgang. Fólki var talin trú á að endurfjármögnun væri alveg að ljúka, og fyrstu greiðslurnar að berast í hús, en ekkert gerðist.

Vangoldin laun í marga mánuði

Vikurna


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi