Grunnskólinn á Ísafirði aðildarskóli Erasmus+

Grunnskólinn á Ísafirði var nú í desember samþykktur sem aðildarskóli að Erasmus+ sem er partur af menntaáætlun Evrópusambandsins og er gildistími aðildar árin 2024-2027.

Áhersluatriði skólans eru þróun kennsluhátta, móttaka nýbúa/flóttamanna og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.

Þegar skóli er orðinn aðildarskóli er auðveldara að sækja um styrk fyrir verkefnum í flokknum Nám og þjálfun.

Þegar hefur skólinn fengið samþykktan styrk upp á 25.000 evrur (u.þ.b. 3,7 millj. kr.) en þrjú verkefni eru fyrirhuguð á næsta ári. Eitt þeirra er samstarfsverkefni við skóla í Þýskalandi og Portúgal

Umsjónarmaður þessa verkefnis er Halla Magnadóttir deildarstjóri.

DEILA