Handbolti: Þór jafnaði einvígið við Hörð

Frá sigri Harðar á U liði Vals á Hlíðarenda fyrr í vetur. Mynd: Hörður handknattleiksdeild.

Annar leikurinn í einvígi Harðar Ísafirði og Þórs Akureyri í umspili Grill66 deildarinnar í handknattleik fór fram á Akureyri í gærkvöldi. Hörður vann fyrsta leikinn 28:25 hefði unnið einvígið með sigri í gærkvöldi.

Hörður byrjaði betur og leiddi 15.13 í hálfleik. En í síðari hálfleik sneru Akureyringarnir taflinu við og unnu að lokum fimm marka sigur. Hvort lið hefur því einn vinning í einvíginu og kemur til oddaleiks á mánudaginn á Ísafirði.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir Fjölni í úrslitaeinvígi um sæti í Olís-deildinni að ári og því að fylgja ÍR upp í olís deildina.

DEILA