Stóra upplestr­ar­keppnin á sunn­an­verðum Vest­fjörðum

Stóra upplestr­ar­keppni grunn­skól­anna á sunn­an­verðum Vest­fjörðum 2024 var haldin 18. apríl í Bíldu­dals­kirkju.

Mikil spenna var í Bíldudalskirkju enda höfðu upplesararnir lagt mikið á sig við undirbúninginn.

Þetta árið voru skáld keppninnar Björk Jakobsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason. Í síðustu umferð keppninnar fluttu upplesarar ljóð að eigin vali.

Upplesararnir fengu allir viðurkenningarskjal, rós og bókina VeikindaDagur eftir Bergrúnu Írisi og Simma að gjöf.

Þá var Tónlistarskóli Vesturbyggðar með atriði, en hún Sigfríður Sól Guðmundsdóttir flutti lagið Over The Rainbow á píanó ásamt Helgu Gísladóttur.

Birta Ósmann Þórhallsdóttir, Freyja Ragnarsdóttir Pedersen og Magnús Óskar Hálfdánsson skipuðu dómnefndina.

Í þriðja sæti var Ottó Hrafn Valdimarsson úr Bíldudalsskóla, í öðru sæti var Helena Margrét Bjarnadóttir úr Bíldudalsskóla og í fyrsta sæti var Sandra Lind Magnúsdóttir úr Patreksskóla.

Þau hlutu öll gjafabréf frá Landsbankanum í verðlaun.

DEILA