Hraðíslenska (stefnumót við íslenskuna)

Viltu tala íslensku? Hér er sénsinn!

Íslenska lærist bara ef hún er notuð. Til að læra og æfa íslensku þarf að vera til tækifæri til þess.

Í dag kl. 18:00 er stefnumót við íslenskuna í Bókasafni Bolungarvíkur við Aðalstræti.

Sumardaginn fyrsta (25.4.) klukkan 18:00 verður stefnumót við íslensku á Dokkunni á Ísafirði.

Fyrirkomulagið verður það sama og alltaf.

Óskað er eftir íslenskuvænu fólki til að koma og spjalla allskonar íslensku við allskonar fólk.

Íslenska er mál okkar allra og lærist best í samvinnu.

DEILA