Súðavík: 135 tonn í byggðakvóta

Súðavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur afgreitt tillögu um úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Ákveðið var að setja 65 tonn í flokk frístundaveiðibáta, 40 tonn fara til krókaaflamarksbáta og 30 tonn til togbáta sem gera út frá Súðavík. Sveitarstjórnin leggur til að krókaaflamarksbátar fái að landa til vinnslu án staðsetningarþegar vinnslan getur ekki tekið á móti afla vegna yfirflæðis af fiski. Þá verði togbátum heimilt að leggja til sæbjúgu til andlags byggðakvóta samkvæt þeim tuðlum sem ráðuneytið telur við hæfa. Verði ekki fallist á það vill sveitarstjórnin að togbátarnir fái úthlutað samkvæmt þeim reglum sem gilda um byggðakvóta samtals 30 tonn.

Leggur sveitarstjórnin áherslu á mikilvægi þess að viðhalda útgerð í Súðavík.

DEILA