Grein

Tony Garbelotto.
Tony Garbelotto.

| 27.04.2000 | 17:52Ísafjörður mun alltaf eiga stað í hjarta mínu

Þjálfari KFÍ, Tony Garbelotto, hefur nú látið af störfum. Blaðinu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá honum sem hér er birt í heilu lagi.
„Með söknuði og trega tilkynni ég brotthvarf mitt frá KFÍ og Ísafirði. Síðan ég kom hingað fyrir tveimur árum síðan hef ég fengið frábæran stuðning frá bænum og íbúum hans. Á mínu fyrsta ári náðum við í körfuboltafélaginu frábærum árangri. Þess vegna voru það mikil vonbrigði í vetur að ekki tókst að byggja á þessum góða árangri. Þetta hefur verið tímabil hrakfalla og niðurlægingar og margt farið úrskeiðis allt frá byrjun. Sem þjálfari, leitast maður við að byggja upp frá ári til árs, en því miður tókst okkur ekki að halda saman liðinu frá síðasta tímabili og lentum því aftur á byrjunareit.

Ég held að það sé kominn tími til að félagið haldi nú áfram undir stjórn nýrra manna. Það er erfitt fyrir mig að fara frá félaginu og bænum, sérstaklega eftir að hafa varið hér tveimur árum ævi minnar, en nú er lag.

Það væri gaman að geta þakkað hverjum og einum persónulega en það gæti tekið tvær blaðsíður ef allir yrðu nafngreindir. Sérstaklega vil ég þó þakka stjórn KFÍ fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri, Guðjóni og Guðna fyrir að hafa verið mér innan handar, Ísfólkinu og þá sérstaklega Flosa og Stínu fyrir að vera ástríðufyllstu stuðningsmenn í heimi, Stebba og Ransý í Stúdíó Dan og öllum stuðningsaðilum KFÍ og fólkinu í bænum sem gefið hefur félaginu svo mikið. Ég þakka ykkur öllum.

Ísafjörður mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég vonast til að geta komið hingað reglulega. Ég vona líka að fólk kunni að meta þá vinnu sem ég hef lagt í KFÍ, sem kemur ef til vill betur í ljós þegar leikmenn yngri flokka eldast.

Ég óska KFÍ og Ísafirði alls hins besta í framtíðinni og þakka kærlega fyrir mig.“

Í apríl 2000,Tony Garbelotto.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi