Grein

Sigríður Þrastardóttir.
Sigríður Þrastardóttir.

| 18.07.2001 | 14:11Afgreiðslutími verslana

Kæru Vestfirðingar. Mig langar til að brydda upp á umræðu um opnunartíma verslana á Ísafirði og finnst mörgum tími kominn til. Það hefur tíðkast frá fyrstu tíð verslunar hér í bæ að allir fari heim í hádeginu. Sumir verslunareigendur eru stoltir af því og stæra sig reyndar af því að geta lokað „sjoppunni“ og farið heim að borða og halda því fram að rekstraraðilar í Reykjavík öfundi þá af því.
Mín skoðun er sú að þetta viðhorf sé að ríða verslun í okkar heimabyggð að fullu.

Í óformlegri könnun hefur komið í ljós að flestir viðskiptavinir verslana vilja fá að nota tímann kl. 12-13 til að kíkja í búðir en 14 af 26 starfandi fyrirtækjum í og við miðbæinn á Ísafirði skella á nefið á þeim. Og hvert fara þeir þá? Jú, margir fara beint í símann og panta að sunnan það sem þá vantar, með þeim tilkostnaði sem því fylgir, vegna þess að þetta er kannski eini tíminn sem fólkið hefur til útréttinga. Ísfirðingar á Flateyri, Súganda og Þingeyri eru orðnir frekar fúlir yfir þessu og hættir að reyna að leggja af stað í „kaupstað“ fyrr en eftir hádegi.

Áður en skólarnir voru skyldaðir til einsetningar voru önnur sjónarmið ríkjandi. Þá þurfti að nota hádegið til að hitta fjölskylduna og taka á móti börnum úr skólanum og senda önnur af stað. Vinnutími fólks stjórnaðist þá eins og nú af skólatíma barnanna. Í nútíma þjóðfélagi hafa kröfurnar einfaldlega breyst. Fólk sem vinnur á morgnana vill klára erindin í bænum áður en það fer heim, í stað þess að þurfa að fara margar ferðir fram og til baka eða versla snemma og klára útréttingar áður en það fer að vinna, eða bara nota hádegisverðarhéið í annað en að borða, til dæmis að versla.

Einnig veit ég til þess að ferðamenn af höfuðborgarsvæðinu líti á það sem kærkomið tækifæri að rölta um bæinn í rólegheitum, njóti þess virkilega að hafa tíma til að kíkja í búðir og versla oft rækilega, séu verslanir opnar á annað borð og með þokkalegt vöruúrval.

Nú er svo komið að bærinn vaknar ekki til lífsins fyrr en allar verslanir hafa opnað aftur eftir hádegislúrinn. Í framhaldi af því hefur ein verslun gripið til þess ráðs að opna klukkan 13.00. Hvenær bætast fleiri í þann hóp? Er það fýsilegur kostur fyrir okkur að hafa bara opið kl. 13-18?

Hvað haldið þið, kæru verslunareigendur? Á hvaða forsendum standið þið í rekstri? Er það ykkar skoðun að viðskiptavinirnir eigi bara að koma aftur og aftur þangað til þeir hitta á opna búð? Eða eruð þið að þessu til að þjóna fólki, halda verslun í heimabyggð og skapa ykkur sjálfum atvinnu? Svari nú hver fyrir sig.

Ef þessu heldur áfram sem horfir, þá endar það með því að Vestfirðingar skipta bara við þá sem þjóna þeim á þeirra forsendum – og fjölmenna þá sem aldrei fyrr á draslmarkaði í Félagsheimilinu í Hnífsdal og hvert fara peningarnir þá? Jú, beint suður og örugglega ekki allir með viðkomu á skattstofunni.

Auðvitað þurfa neytendur vestra líka að hugsa sinn gang aðeins. Fólk er mikið á ferðinni og verslar oft hugsunarlaust í Kringlunni eða á Laugaveginum þegar það gæti auðveldlega gert það hérna heima og notað tímann í höfuðborginni í eitthvað annað. Ég veit dæmi þess að fólk er að kaupa gjafir og annað að sunnan og lítur ekki í búðir hér heima. Gæti það verið vegna þess að hér er komið að lokuðum dyrum?

Þegar öll kurl koma til grafar snýst þetta fyrst og fremst um að svara kröfum neytenda 21. aldarinnar. Við stærum okkur af bænum okkar og ný fyrirtæki með bjartsýnum rekstraraðilum skjóta upp kollinum. Ég vil nota tækifærið og óska konunum þremur í Björnsbúðarhúsnæðinu til hamingju með glæsilegar verslanir. Útlitið virðist vera bjart og við erum vonandi að rísa upp á afturfæturna og sporna við fólksfækkun og neikvæðu umtali síðustu ára. Fréttir berast af ungu fólki á heimleið aftur, úrvinda á líkama og sál eftir stórborgarysinn. Kannski er hér atvinnutækifæri fyrir einhverja – afleysingar í hádeginu. Ég leyfi mér að fullyrða að verslun á eftir að stóraukast í bænum ef kaupmenn taka sig saman í andlitinu.

Ég hef heyrt frá kaupmönnum að þeir séu boðnir og búnir til þjónustu en það þurfa allir að vera samstíga.

Hvernig væri að prófa í sex mánuði? Væri ekki líka sniðugt að verslunartíminn á laugardögum yrði samræmdur? Hvernig væri tíminn kl. 10-13? Sumar verslanir eru opnar í heilan klukkutíma, aðrar kl. 10-14 og enn aðrar opna ekki einu sinni.

Þessi umræða hefur komið upp af og t


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi