Grein

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

| 11.01.2000 | 16:44Stjórnsýsla Ísafjarðarbæjar

Í upphafi kjörtímabilsins var lagt upp með þá stefnu að lækka kostnað við stjórnsýsluna og gera skilvirkari. Nú má spyrja hvað hafi verið gert til þessa og hvernig sé hægt að gera eitthvað skilvirkara og um leið ódýrara. Til þessa hefur verið lögð áhersla á að auka nýtingu þess starfsfólks sem starfar við stjórnsýsluna.

Skrifstofur sveitarfélagsins hafa verið opnar á fjórum stöðum í Ísafjarðarbæ. Nýverið var skrifstofan á Flateyri lögð niður og starfsmaður á bæjarskrifstofu á Suðureyri færður yfir á hafnarskrifstofuna.  Tveir starfsmenn á skrifstofu eru á Þingeyri og hafa þeim verið falin fleiri verkefni og viðvera þeirra aukin með öðru starfsfólki á Ísafirði í sérstökum verkefnum. Þessar aðgerðir auka skilvirkni og hagræðingu. Töluverð starfsemi er á vegum sveitarfélagsins í öllum byggðakjörnum.  Sérstakar skrifstofur eru opnar, starfsemi grunnskóla, áhaldahúsa og svo er það höfnin.    Staðreyndin er sú að þótt sveitarfélagið sé með sérstakar skrifstofur í minni byggðakjörnunum er þjónustan mikið sótt til Ísafjarðar. Enda er bærinn eini þjónustuaðilinn á svæðinu með sérstakar skrifstofur í þessum byggðakjörnum. Sýslumannsembættið, skattstofan o.fl. sem veita þjónustu fyrir svæðið allt, eru einungis með skrifstofu á Ísafirði.
 
Á fjórðungsþingi sem haldið var á Tálknafirði í haust var ákveðið að leggja niður Skólaskrifstofu Vestfjarða með fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna á Vestfjörðum.  Ísafjarðarbær hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Skólaskrifstofan verði lögð niður og ákveðið hefur verið að stofna sérstaka Skóla- og fjölskylduskrifstofu þar sem skólamál og félagsmál verða starfrækt.  Þessi ákvörðun þýðir í raun að núverandi félagsmálasvið og skólamálasvið munu starfa saman ásamt því að verkefni sem unnin hafa verið á Skólaskrifstofunni færast yfir til nýrrar skrifstofu.  Þá munu málefni fatlaðra, þegar þau flytjast til sveitarfélaga, verða á þessari nýju skrifstofu.
 
Þegar talað er um Skóla- og fjölskylduskrifstofu er ekki verið að tala um eitthvert nýtt skrifstofubákn heldur þveröfugt. Verið er að tala um samnýtingu starfskrafta sem fyrir eru og sameiningu verkþátta sem unnir hafa verið hver í sínu horni til þessa.  Félagsmálin hafa verið í sínu horni, skólamálin í sínu, Skólaskrifstofa út af fyrir sig og málefni fatlaðra í sínum afmarkaða kima.  Með nýju fyrirkomulagi verður þetta allt undir einum hatti og á að hafa töluvert hagræði í för með sér miðað við núverandi fyrirkomulag.
 
Stefnt verður að því að Ísafjarðarbær geti selt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum þjónustu frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu og bundnar eru vonir við að þeim þyki álitlegur kostur að geta fengið þjónustu á skóla- og félagsmálasviði frá einni skrifstofu sem staðsett er á Vestfjörðum í stað þess að kaupa þessa þjónustu annars staðar, t.d. frá Reykjavík. Stjórnsýsluleg staða þessarar nýju skrifstofu innan stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar verður ákveðin af bæjarstjórn, væntanlega fljótlega í byrjun þessa árs.  Vænta má fleiri breytinga á stjórnsýslunni um leið og ákvörðun verður tekin um stjórnsýslulegt fyrirkomulag nýrrar Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Stefnumótun í atvinnumálum

Í síðustu viku var dreift bæklingi í öll hús í Ísafjarðarbæ með stefnumótun Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 1999-2003. Bæklingurinn er afrakstur vinnuhópa á vegum Ísafjarðarbæjar sem fóru yfir mörg málefni, afmörkuðu þau og settu fram stefnu í þeim málaflokkum. Stefnumótun sem þessi er engan veginn eitthvert endanlegt plagg sem allir verða að vinna eftir. Fullt af hugmyndum kemur þar fram en sem betur fer eru líka margar hugmyndir í gangi úti samfélaginu sem ekki koma fram í plagginu. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugmyndagrunn og stefnu til að taka einhver skref til uppbyggingar í atvinnulífinu. Það er ekki litið á þessi stefnumál sem málefni Ísafjarðarbæjar eingöngu heldur verða ýmsir aðilar s.s. skólar, fyrirtæki og einstaklingar að vinna þessum málum brautargengi.
 
Margt er hægt að gera til að fjölga hér störfum og auka fjölbreytni. Fyrst koma hugmyndir og svo er að vinna úr þeim.  Með trú okkar sjálfra á möguleika samfélagsins og sjálf okkur tökum við mikilvægt skref fram á við.
 
Kynnið ykkur stefnumótunina vel, ágætu íbúar Ísafjarðarbæjar, og komið á framfæri hugmyndum um það sem betur má fara og hug


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi