Grein

Þóra Þórðardóttir, kennari.
Þóra Þórðardóttir, kennari.

Þóra Þórðardóttir | 10.04.2003 | 10:35Við berum ábyrgð

Hafið þið heyrt eða lesið Passíusálmana? „Auðvitað!“ svara efalaust margir, „hvers konar spurning er þetta?“ En hafið þið virkilega lagt ykkur fram við að leita þar sannleikans? Það er alveg með ólíkindum hvað þessi 340 ára gamli boðskapur á erindi við okkur Íslendinga í dag. Aldrei síðan Hallgrímur færði sína lífsspeki í letur, fléttaða boðskap frelsarans, hefur píslarganga hins friðelskandi Íslendings verið þyngri.
Það er þyngra en tárum taki að þurfa að segja við sjálfan sig á hverjum morgni: „Hvað skyldi ég hafa drepið marga saklausa borgara í nótt?“ og fara svo til sinnar vinnu og mæta brosandi andlitum barnanna. Ekki aðeins íslenskra barna sem við viljum auðvitað ekki snerta hár á höfði, heldur einnig barna víða úr heimi sem til okkar hafa leitað vegna þess að við erum svo friðsöm og hamingjusöm þjóð.

Já, hin hamingjusamasta í heimi, því við þurfum ekki að ala upp syni okkar til að drepa annað fólk. Og dætur okkar geta haldið áfram að raula við börn sín eins og hún amma mín og allar mæður hafa gert.

Segðu ávallt sannleikann,
sinntu orðum mínum.
Vektu aldrei óhreinan
anda í huga þínum.

Og hvað segir Hallgrímur um þá ráðamenn sem víkja af götu sannleikans?

Vei þeim dómara er veit og sér
víst hvað um málið réttast er
vinnur það þó fyrir vinsemd manns
að víkja af götu sannleikans.

Já, ég hef reynt að segja börnunum sannleikann um þessa þjóð. Þar hafa hetjurnar ekki verið þeir sem drápu mann og annan heldur hinir sem báru klæði á vopnin. Þar hafa hetjurnar verið fólkið í landinu er barðist við að halda lífi og reisn með þjóðinni, en ekki höfðingjarnir sem í skjóli auðs síns og máttar gátu ráðið öllu. Þar voru hetjurnar þeir sem meira máttu sín en snerust á sveif með þjóðinni og börðust fyrir frelsi hennar. Ekki með vopnavaldi og blóðsúthellingum heldur með sína ritsnilld og samningalipurð að vopni.

Þannig hefði ég viljað sjá hina íslensku ráðamenn á þessari stundu. Hvað á ég að segja börnunum nú, því þau lifa sig inn í þetta stríð? Það er enginn óhultur.

„Veistu hvað?“ sagði lítil stúlka við mig fyrir stuttu. „Úti í löndum þurfa börnin að flýja undan sprengjunum ofan í kjallara og göng og fá engan mat. Og kannski þurfa þau að vera þar lengi, lengi og þá deyja þau öll.“ Og það sló miklum óhug á bekkinn því þessi börn eru í engu frábrugðin okkar alþjóðlega samfélagi, þau eru öll systkini okkar, það skynja börnin best. Já, hvað á ég að segja þeim?

Sannleikann. Að þessi þjóð hafi lengi verið svelt með viðskiptabanni af því að höfðingjunum líki ekki hvorum við annan. Síðan hafi annar ákveðið að frelsa þjóðina frá vonda karlinum með því að drepa sem flesta og eyðileggja húsin þeirra. Og komast yfir auðlindir þeirra, olíuna. Svo þegar allt er um garð gengið, hugga þau sem eftir lifa og segja: „Fyrirgefðu, anginn litli, anginn minn, ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.“ Nei, ég get ekkert af þessu sagt og síst af öllu að við Íslendingar styðjum þetta.

Við getum aðeins kveikt á kertum og beðið fyrir friði. Og það vona ég að sem flestir geri. Þar eru kirkjur landsins kjörnar til bænastunda og samveru. Mikið hefur verið rætt um skelegga ræðu séra Jakobs, en sóknarprestur minn hélt líka frábæra ræðu þennan sama dag. Við höfum einnig verið að koma saman hér í kirkjunni til bænastunda og Passíusálmalesturs. Vil ég þar sérstaklega þakka unglingum fyrir þeirra þátt. Hafa þessar stundir gefið mér og vonandi fleirum afskaplega mikið á þessum hryllingstímum.

Máttur bænarinnar er ótrúlegur og hef ég fyrir satt að næmur maður suður í Keflavík hafi fundið fyrir bænarkrafti héðan að kveldi hins hörmulega dags 20. mars. Brosi hver sem vill. Og mjög víða um allan heim hafa verið haldnir friðarfundir, auðvitað misfjölmennir en allir einhuga að mótmæla stríði. Stríð sem háð er í trássi við hin alþjóðlegu lög Sameinuðu þjóðanna.

Hver er þá réttur barna okkar í framtíðinni ef óþroskaðir drengir í byssuleik út um allan heim geta hafið stríð þegar þeim hentar? Og sakleysingjar! eins og ráðamenn hér uppi á Íslandi „vinna það fyrir vinsemd manns að víkja af götu sannleikans“. Því það má miklu fórna til að vera vinur höfðingjanna.

Ég sé nú í DV að Bússi er talinn vinsælli en Saddi (eins og ég leyfi mér að kalla þá). Fyrir mig skiptir það litlu. Aftur á móti veit ég, að ef ég væri að taka á móti þ


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi