Grein

Rúnar Óli Karlsson.
Rúnar Óli Karlsson.

| 09.10.2000 | 18:05Þakka ber það sem vel er gert

Þann 27. september sl. var ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs haldin á Ísafirði. Óhætt er að segja að með aðstoð góðs fólks hafi vel tekist til með allan undirbúning og framkvæmd. Það er orðin hefð að daginn eftir ráðstefnu sem þessa bjóði gestgjafar þátttakendum í óvissuferð og svo var gert að þessu sinni.
Farið var í Ósvör, hádegisverður snæddur um borð í Ísafold, kíkt niður í Neðstakaupstað og farið í leiki með Morranum. Fossinn í jarðgöngunum var skoðaður og ekið var til Flateyrar. Þessi ferð var mjög vel heppnuð og mikil ánægja meðal þátttakenda. Ferðin hefði ekki verið möguleg ef fyrirtæki í bænum hefði ekki gefið hráefni og þjónustu.

Vil ég fyrir hönd undirbúningsnefndar þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn. Ásgeiri Sigurðssyni og Elíasi Sveinssyni fyrir aksturinn, eigendum Ísafoldar fyrir sjóferðina, Sindrabergi ehf., Skógarsveppum ehf. Miðfelli hf., Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. og SKG-veitingum fyrir frábæran hádegisverð. Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum.

Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi