Grein

Friðrik Jón Arngrímsson.
Friðrik Jón Arngrímsson.

Friðrik J. Arngrímsson | 04.07.2002 | 15:09„Misskilningur samgönguráðherra“

Í grein Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um afdrif frumvarps til nýrra hafnalaga á síðasta þingi sem birtist í blaðinu nýlega segir m.a.: „Eins og oft vill verða skömmu fyrir kosningar hafa komið upp deilur meðal sveitarstjórnarmanna um einstök atriði í frumvarpi til hafnalaga. Útvegsmenn hafa nýtt sér það ástand og varað við kerfisbreytingu, sem leiði til hækkunar á tekjum hafnanna til þess að standa undir rekstri þeirra. Útvegsmenn virðast vilja halda áfram kerfi styrkja úr ríkissjóði og sveitarsjóðum fyrir flestar hafnir landsins, sem skapar stóru höfnunum áframhaldandi forskot. Slíkt er mikil skammsýni af þeirra hálfu því heilbrigt rekstrarumhverfi í höfnum er þeim til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið.\"
Ummæli samgönguráðherra um að útvegmenn vilji skapa stóru höfnunum forskot á hinar smærri eru ekki rétt eins og glögglega má lesa í meðfylgandi umsögn LÍÚ til samgöngunefndar Alþingis sem óskað er að birt verði í blaðinu.

Nefndasvið Alþingis
v/samgöngunefndar,
Þórshamri v/Templarasund,
150 Reykjavík

nefndasvid@althingi.is

Reykjavík, 25. mars 2002


Efni: Umsögn um frumvarp til hafnalaga.

Þann 9. desember 1999 skipað samgönguráðherra nefnd til að „undirbúa og semja frumvarp til nýrra hafnalaga.“ Í nefndina voru skipaðir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, formaður, Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Eins og af upptalningunni sést að af 5 nefndarmönnum voru 4 skipaðir sem fulltrúar eiganda hafnanna. Enginn fulltrúi frá notendum hafnanna var skipaður í nefndina. Landssamband íslenskra útvegsmanna fór þess á leit við ráðherra að fulltrúi útgerðarinnar yrði skipaður í nefndina og féllst hann á það enda yrði um sameiginlegan fulltrúa LÍÚ, SÍK og LS að ræða. Þessir aðilar ákváðu að undirritaður yrði fulltrúi þeirra í nefndinni og þann 15. mars 2000 staðfesti ráðherra þá skipan.

Þó í nefndarstarfinu hafi verulegt tillit verið tekið til röksemda notenda hafnanna í ýmsum atriðum blasir við að þar var ekkert jafnvægi í áhrifum notenda og eigenda hafnanna. Enda fór svo að fulltrúi LÍÚ, SÍK og LS gat ekki staðið að frumvarpinu eins og það var afgreitt af hafnalaganefndinni og skrifaði undir það með eftirfarandi fyrirvara:

„Ég tel að í frumvarpinu sé ekki nægjanlega gætt að hagsmunum neytenda (sic - á að vera notenda) hafnanna og á það sérstaklega við um aðila sem hafa byggt upp umfangsmikla og dýra aðstöðu við hafnir og eiga ekki raunverulegan kost á öðru en kaupa þjónustu viðkomandi hafnar. Þar verður ekki um raunverulega samkeppni að ræða heldur einokun hafnanna. Ég legg til að í frumvarpið verði tekið upp ákvæði sem skyldi sveitarfélög til að bjóða hafnarmannvirki sem hafa verið nýtt af einum eða fáum aðilum þeim til kaups. Jafnframt verði kveðið á um hvernig þeim sem kaupa slík mannvikri verði, gegn gjaldi, skylt að veita öðrum aðilum aðgang að þeim eins og aðstæður leyfa. Þá verði ákvörðun um verðlagningu þessara mannvirkja mörkuð í lögum og í því sambandi verði m.a. litið fram hjá ríkisframlagi til þeirra. Að auki verði þátttaka kaupendanna í sameiginlegum kostnaði skilgreind.

Ég get ekki fallist á að ráðherra skuli ætlað að hækka gjöld hafnanna áður en gjaldtakan verður gefin frjáls. Ég tel að þar sem ákveðið hefur verið að falla frá samræmdri gjaldskrá beri að gera það strax við gildistöku laganna og að ekki verði um lögþvingaðar hækkanir að ræða. Verði það hins vegar gert er mikilvægt að þar sem ekki er þörf hækkunar verði skýrt ákveðið að gjöld verði ekki hækkuð og að þar sem gjöldin eru of há verði þau lækkuð strax við gildistöku laganna.\"

Rétt er að undirstrika að þarna er í höfuðatriðum um almennan fyrirvara að ræða sem felst í orðunum \"Ég tel að í frumvarpinu sé ekki nægjanlega gætt að hagsmunum neytenda (sic) hafnanna.....\" Þessi aðferð var valin í stað þess að gera athugasemdir við hvaðeina sem fulltrúi LÍÚ, SÍK og LS hafði gert í nefndarstarfinu og gat ekki samþykkt. Tvö höfuðatriði voru síðan sérstaklega undirstrikuð eins og fram kemur í fyrirvaranum. Reyndar var afstöðunnar og fyrirvarans fyrir mistök í engu getið í frumvarpi samgönguráðherra til hafnalaga sem upphaflega var lagt fram á Alþingi en úr því hefur verið bætt.

Þegar hafnamál á Íslandi eru skoðuð er margs að gæta. Hafnalaganefndin studdist í starfi sínu m.a. við dönsku hafnalögin en þess verður að geta að aðstæður í Danmörku og á Íslandi eru um margt mjög ólíkar sem taka verður tillit til. Í Danmörku eru tiltölulega fáar fiskihafnir meðan á Íslandi er þær mjög margar. Hafnir eru stór


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi