Grein

Hermann Níelsson.
Hermann Níelsson.

Hermann Níelsson | 21.05.2002 | 16:15Það er til fyrirmyndar...

Ísfirðingar eru duglegir að skokka, ganga og hlaupa á götum bæjarins. Margir fara inn í Engidal, aðrir hlaupa Seljalandsveginn og skíðaskálabrekkuna en flestir hlaupa eftir Pollgötunni frá íþróttahúsinu inn í fjörð og til baka. Í þessum hópi eru knattspyrnumenn okkar og konur í flestum aldursflokkum 60 –70 manns gæti ég trúað, íþróttafólkið hitar líka oft upp með því að hlaupa úti fyrir æfingarnar inni í íþróttasal. Það sama gera leikmenn KFÍ og sundfólk Vestra, skíðagöngufólkið okkar bæði hleypur og rennir sér á hjólaskíðum á aðalgötu bæjarins eins og hinir. Því miður er stundum slabb á götunum og mengun frá útblæstri ökutækja en verst er þó hættan sem ætíð vofir yfir að einhver hlaupandi verði fyrir bíl.
Undirritaður sem er íþróttakennari við Menntaskólann á Ísafirði hugði gott til glóðarinnar og ákvað að auglýsa íþróttabraut við skólann til að freista þess að fá ungt fólk hingað til bæjarins annars staðar af landinu og jafnvel frá útlöndum. Efst í huga var að geta boðið upp á væntanlega skrautfjöður sem var glæsilegur leikvangur á Torfnesi með hlaupabrautum ekki einungis fyrir frjálsíþróttir heldur allar þær íþróttagreinar sem stundaðar eru í bænum og eiga eftir að verða stundaðar hér.

Á vörönn 2001 völdu tólf nemendur MÍ íþg-frjálsíþróttir sem valgrein. Á haustönn völdu 14 nemendur kajakróður sem íþróttagrein, kennsla var í samvinnu við Halldór Sveinbjörnsson, einn færasta kajakáhugamann á Íslandi sem tók að sér verklega þáttinn og að hluta til þann fræðilega. Nú á vorönn 2002 var boðið upp á íþg-knattspyrnu og hlutu 11 nemendur skírteini frá KSÍ sem leiðbeinendur í greininni og var það sjálfur landsliðsþjálfari yngri flokka KSÍ sem afhenti þau.

Þá var einnig boðið upp á íþg-sund fyrir væntanlega leiðbeinendur og fór kennsla fram í samvinnu við Inga Þór Ágústsson hjá Sundfélaginu Vestra. Einnig var í boði íþg-körfuknattleikur í samvinnu við körfuboltaþjálfarann Karl Jónsson og síðast en ekki síst í íþg-skíðagöngu í samvinnu við skíðagöngunefnd Skíðafélagsins og SKÍ. Nú eru einnig nemendur í íþg-félagsmálum að fara yfir stefnumótun og rekstur félaga- og félagasamtaka. Í fyrra vetur voru kenndir áfangarnir íþf-íþróttasálarfræði og íþf-leiðbeinandi barna og unglinga. Allt var þetta undirbúningur fyrir frekari útfærslu á sérstöku Ísafjarðar módeli af íþróttabraut við skólann.

Tartanklædd 400 metra hlaupabraut sem til greina kom að byggja á Torfnesinu er algert undirstöðuatriði fyrir þjálffræðilega skipulagða hlaupaþjálfun í öllum íþróttagreinum og ef til hefði komið, hefðu allir trimmarar bæjarins komist þar einnig fyrir og ekki viljað annað eftir að hafa fundið muninn á hörðu undirlagi malbiksins og fjaðrandi tartaninu. Að ekki sé minnst á öryggið, upphitaðar brautir og upplýstar.

Sir Alex Ferguson, sá frægi knattspyrnuþjálfari hafði spurt þegar hann tók við sem þjálfari Manchester United og skoðaði æfingaraðstöðu félagsins ,,Hvar er frjálsíþróttavöllurinn?“ Við höfum engan svöruðu forráðamennirnir. ,,Hvernig á ég þá að geta þjálfað og kennt leikmönnum að hlaupa?? sagði Alex. Daginn eftir var hafist handa við að undirbúa byggingu frjálsíþróttavallar við æfingasvæði stórliðsins.

Borgnesingar hafa staðið fyrir Íslandsmótum í frjálsíþróttum eftir að þeir héldu landsmót og fengu hlaupabrautirnar. Þeir hafa einnig haldið alþjóðleg mót í samvinnu við Frjálsíþróttasambandið. Það hefði einnig getað gerst á Ísafirði.

Verst þykir mér þó fyrir hönd uppvaxandi æsku Ísafjarðar að hafa misst tartansvæðin fyrir aftan mörkin milli fótboltamarkanna að boga hlaupabrautarinnar. Á þeim svæðum hefði verið hægt að setja t.d. fjórar körfur sem unga fólkið okkar hefði getað dundað sér við að skjóta á frá morgni til kvölds með merktum vítateigum. Tvö lítil mörk með handboltamerkingum hefðu verið kærkomin bæði fyrir handbolta og fótbolta. Á þessu svæði á Torfnesinu hefðu foreldrar getað verið öryggir um börnin sín fjarri bílaumferð. Unglingarnir hefðu að mínu mati flestir frekar valið að skjóta á körfu eða á mark á föstudags- og laugardagskvöldum en að hanga fyrir utan skemmtistaðina. Auðvelt hefði verið að koma fyrir blakstoðum og merkingum fyrir tennisvöll eins og hefur verið gert á Egilsstöðum að ekki sé nefndur púttvöllur fyrir golf. Hugsið ykkur lesendur góðir, fyrir þessa draumaaðstöðu vildi íslenska ríkið fá að borga a.m.k. 50 milljónir og hugsanlega meira.

Það var af og frá sögðu okkar ágætu bæjarfulltrúar og ráðgjafar þeirra og eftir að hafa haldið landsmönnum volgum í ellefu mánuði frá því að þeir samþykktu að halda landsmótið (með fyrirvara eins og allir gera) hættu þeir við að halda Landsmót UMFÍ í Ísafjarðarbæ. Ástæðurnar þekkja flestir bæjarbúar


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi