Grein

| 27.07.2000 | 09:25Upplýsingahraðahindrun ríkisstjórnarinnar

Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa verið duglegir við að básúna á tyllidögum hversu mörg tækifæri upplýsingatæknin hafi í för með sér fyrir landsbyggðina.

Síðasta vetur kom fyrrverandi iðnaðarráðherra sér í fjölmiðla með kynningu á skýrslu Iðntæknistofnunar, „Nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu á landsbyggðinni“, þar sem tíunduð voru ótal ný atvinnutækifæri á landsbyggðinni sem upplýsingatæknin hefur upp á að bjóða. Þar kemur skýrt fram, að flutningsgeta og verðlagning hennar voru oftast nefnd sem aðalhindrun framþróunar í upplýsingatækni hérlendis.
Lítið hefur sést til skýrslunnar síðan og eitthvað virðast atvinnutækifærin láta á sér standa. Á þessu sviði sem og á svo mörgum öðrum fara orð og athafnir ríkisstjórnarinnar ekki endilega saman.

Landsbyggðaskattur

Ég get að vísu tekið undir það, að skynsamleg notkun upplýsingatækni og fjarskipta getur orðið til þess að treysta byggð og jafna aðstöðumun almennings og fyrirtækja í landinu. Nú um helgina frétti ég hins vegar af sorglegu dæmi sem virðist ætla að breyta upplýsingahraðbrautinni í eina allsherjar upplýsingahraðahindrun á landsbyggðinni.

Í dag eru aðeins fáein hátækni- og tölvufyrirtæki starfandi í hinum dreifðu byggðum landsins, á stöðum eins og Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn nokkurra þessara fyrirtækja hafa undanfarna mánuði átt í viðræðum við Landssíma Íslands um gjaldlækkun fyrir netþjónustur á landsbyggðinni – nokkuð sem skiptir sköpum fyrir rekstrargrundvöll og samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja gagnvart sambærilegum netþjónustum á höfuðborgarsvæðinu.

Staðreyndir málsins eru þær, að netþjónustur úti á landi þurfa að greiða allt að 20 sinnum meira fyrir leigulínur (afnot af ljósleiðara) Landssímans, heldur en fyrirtækin í Reykjavík. Núverandi verðskrá miðast við gamaldags kílómetragjald sem nær auðvitað ekki nokkurri átt.

Þannig greiða netþjónustur á höfuðborgarsvæðinu um 7-20 þúsund krónur fyrir afnot af línum Landssímans á meðan sambærilegt fyrirtæki á Ísafirði borgar 250 þúsund krónur á mánuði og á Egilsstöðum myndi fjarskiptaflaggskip ríkisstjórnarinnar rukka 372 þúsund krónur.

Nú er svo komið að aðeins á þremur stöðum úti á landi er rekin internetþjónusta með hefðbundnu formi. Aðrir hafa ýmist lagt upp laupana eða flutt starfsemi sína suður. Þetta er auðvitað ekkert annað en landsbyggðaskattur.

Hver ræður?

Eftir því sem ég kemst næst, þá hafa tilraunir þessara frumkvöðla og baráttumanna á landsbyggðinni við að ná eyrum Landssímatoppanna og samgönguráðherra staðið í eina þrjá mánuði, reyndar án þess að eitt einasta formlegt svar hafi borist frá Landssímanum. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, og undirtyllur hans virtust taka vel í málið, enda ekki við öðru að búast af landsbyggðarþingmanni.

En Þórarinn V. Þórarinsson forstjóri Landssímans virðist á öðru máli, því hann hefur nú gefið netþjónustum á landsbyggðinni þau svör að þau geti með engu móti fengið „sérkjör“ á leigulínum Landssímans og málið sé hér með afgreitt. Nú á það svo eftir að koma í ljós, hvor þeirra ætlar að úrskurða um framtíðarstarfsemi hátækni- og tölvufyrirtækja úti á landi, Þórarinn V. eða samgönguráðherra, sem er jú handhafi eina hlutabréfs Landssímans.

Þessum málum er öðruvísi háttað í ýmsum nágrannalöndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Í Danmörku er gjaldskráin þannig, að ekki er greitt kílómetragjald af stofnlínum sem eru í meira en 75 kílómetra fjarlægð. Þetta er hreinlega gert til þess að koma til móts við upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtæki í hinum dreifðari byggðum, þó varla sé hægt að tala um dreifbýli í Danmörku í samanburði við það sem við þekkjum hér á Íslandi. Kröfur hátækni- og tölvufyrirtækjanna á landsbyggðinni taka mið af því hvernig verðlagningu er háttað í öðrum löndum.

Landssíminn hefur nú alfarið hafnað þessu sjálfsagða réttindamáli til að jafna aðstöðumun dreifbýlisfólks. Landsíminn gerir jafnvel enn betur í skjóli einokunar og reiknar gjald sitt samkvæmt legu línunnar en ekki samkvæmt loftlínu milli staða eins og norrænu símafélögin gera. Þetta hækkar gjaldið út á land ennþá meira því loftlínan milli Reykjavíkur og Ísafjarðar er 222 km en línuleið Landssímans er helmingi lengri eða 435 km. Hver einasti dalur og fjörður er skattlagður.

Framtíðarsýn

Við lifum í upplýsingaþjóðfélagi og tækninni fleytir fram dag frá degi. Margir halda því fram að það sem mun skilja einstaklinga, þjóðfélagshópa og landssvæði að í framtíðinni sé aðgangur a


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi