Frétt

mbl.is | 19.04.2002 | 11:14Flugmaðurinn sagður hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum

Sonur flugmannsins sem flaug lítilli Piper flugvél á Pirelli-bygginguna í Mílanó í gær segir að faðir sinn hafi misst allar eigur sínar í viðskiptum og viljað binda enda á líf sitt. Flugmaðurinn, sem var á sjötugsaldri, fórst þegar flugvélin lenti á byggingunni og tvær konur sem voru í húsinu létu einnig lífið.
Ítalska blaðið La Repubblica segir að flugmaðurinn hafi heitað Luigi Fasulo, 67 ára að aldri. Hann bjó í Pregassona, úthverfi Lugano í Sviss og hafði bæði svissneskan og ítalskan ríkisborgararétt. Blaðið segir að Fasulo hafi auðgast í viðskiptum tengdum flugvélum en tapað öllu fé sínu í misráðnum fjárfestingum.

La Repubblica hafði eftir Marco Fasulo, syni mannsins, og vini hans sem blaðið nefndir aðeins Franco, að slysið í gær hafi verið sjálfsmorð. „Hvað áttu við með slys. Þetta var sjálfsmorð. Fólk vildi knésetja hann, brjóta hann niður fjárhagslega, svo hann framdi sjálfsmorð,\" hefur blaðið eftir Mario Fasulo.

Franco segist hafa rætt við Luigi Fasulo á sunnudag sem hafi þá sagt sér að hann væri gjaldþrota og hópur manna hefði haft af sér jafnvirði 100 milljónir króna.

Flugvél Luigis Fasulos, sem var af gerðinni Piper Air Commander, fór frá flugvellinum í Locarno í Sviss klukkan 17:15 að ítölskum tíma áleiðis til Linate-flugvallar í Mílanó. Laust fyrir klukkan 18 lenti flugvélin á 25 og 25 hæð Pirelli-turnsins. Óttast var um tíma að um væri að ræða hryðjuverk svipað og árásirnar á World Trade Center og Pentagon í Bandaríkjunum 11. september sl. en Pirelli-turninn er þekktasta bygging á Norður-Ítalíu. Skrifstofur hérðasstjórnarinnar í Lombardiahéraði eru þar til húsa og konurnar tvær sem fórust voru starfsmenn hennar.

Síðar var fullyrt að flugmaðurinn hafði sent neyðarkall til flugturnsins á Linate-flugvelli skömmu fyrir slysið og sjónarvottar sögðust hafa séð eld í flugvélinni áður en hún rakst á húsið. Þetta var borið til baka í morgun. Í yfirlýsingu frá samtökum flugumferðastjóra segir að flugmaðurinn hafi verið byrjaður að undirbúa lendingu í Mílanó þegar flugturninn sagði honum að hann væri ekki á réttri stefnu. Þá sagðist flugmaðurinn eiga í vandræðum með lendingarbúnaðinn og flugturninn sagði honum að fara vestur fyrir flugvöllinn. Flugvélin fór þá í norðurátt og flugturninn sagði flutmanninum að taka stefnu á flugbrautina. Eftir það rofnaði samband við vélina en flutmaðurinn sendi ekki neyðarkall eins og áður var talið.

Í morgun virtust ítalskir embættismenn, þar á meðal Gabriele Albertini borgarstjóri Mílanó og Roberto Formigoni héraðsstjóri, ekki telja ólíklegt að Fasulu hafi viljað fremja sjálfsmorð.

„Ég held að við getum útilokað kenningar um árás en við getum ekki alveg útilokað að um hafi verið að ræða vísvitandi gjörð manns sem ekki var alveg með sjálfum sér,\" sagði Albertini. Og Formigoni sagðist hafa rætt málið við Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og þeir hafi verið sammála um að ekki hafi verið um hryðjuverkaárás að ræða. Berlusconi hafi hins vegar ekki útilokað sjálfsmorð.

La Repubblica sagði að Fasulo hefði auðgast á flugvélaviðskiptum en hann átti lítið fyrirtæki sem leigði út og seldi flugvélar. Hann seldi síðan fyrirtækið og fór að stunda verðbréfaviðskipti.

Þetta mál er enn eitt áfallið sem ítölsk flugmálayfirvöld hafa orðið fyrir að undanförnu. Í október fórust 118 manns þegar SAS-farþegaþota og lítil flugvél rákust saman á Linate-flugvelli og í kjölfarið hefur oft legið við flugslysum. Í febrúar rak ríkisstjórnin alla flugmálastjórnina eftir ásakanir um að stjórnarmennirnir hefðu látið undan pólitískum þrýstingi í tengslum við samningsgerð við verktaka.

Mbl.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli