Frétt

Ólína Þorvarðardóttir | 27.02.2007 | 09:24Hinar hljóðu hamfarir

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.
Náttúruhamfarirnar sem gengu yfir norðanverða Vestfirði árið 1995 voru þungt högg fyrir byggðarlagið. Þær dundu yfir á einni nóttu og afleiðingarnar voru öllum ljósar. Enda vafðist ekki fyrir landsmönnum, stjórnvöldum og öllum sem vettlingi gátu valdið að rétta fram hjálparhönd. Samtakamáttur og samhugur þjóðarinnar allrar varð þess valdandi að heimamönnum tókst að endurreisa tvö byggðarlög, nánast úr rústum.

Það sem hefur verið að gerast í atvinnumálum hér á svæðinu undanfarna áratugi eru annarskonar hamfarir. Það eru hinar þöglu hamfarir sem ekki blasa við í fljótu bragði þar sem þær hafa átt sér stað á löngum tíma. Þess vegna hefur heldur ekki verið risið upp að heitið geti, hvorki í vörn né sókn.

Linsoðinn froskur í vatni

Hlutskipti vestfirskra byggða hefur eiginlega verið hið sama og frosksins sem soðinn er rólega í vatninu. Hann áttar sig ekki á því hvað er gerast vegna þess að hann sjálfur hitnar með vatninu, verður máttfarinn og soðnar svo til bana. Lítum á hver þróunin hefur verið:

1) Íbúum hefur fækkað um 25% á 25 árum.

2) Útgerð og fiskvinnsla eru ekki svipur hjá sjón eftir að margumrædd „hagræðing í sjávarútvegi” náði fram að ganga á landsvísu í kjölfar óréttláts kvótakerfis. Af níu togurum sem gerðir voru út frá norðanverðum Vestfjörðum á áttunda áratugnum eru 2 eftir (mætti með góðum vilja segja 3).

3) Hagvöxtur á svæðinu hefur verið neikvæður á sama tíma og hann hefur verið jákvæður í öðrum landshlutum (nema Norðurlandi vestra). Til dæmis var hagvöxtur Vestfirðinga -6% en +29% á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1998-2004.

4) Flest sveitarfélögin á Vestfjörðum berjast í bökkum og hafa neikvæða rekstrarstöðu.

5) Vegakerfi landshlutans er enn ófrágengið og sum svæði enn ekki komin í vegasamband að heitið geti. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun er enn 2-3 ára bið eftir bundnu slitlagi frá Ísafirði til Reykjavíkur, og enn lengri bið fyrir suðurhluta svæðisins.

6) Flutningskostnaður er hærri á Vestfjörðum en í öðrum landshlutum, lætur nærri að hann sé um 30-40% hærri en á Akureyri, svo dæmi sé tekið.

7) Menntunarstig er lágt miðað við aðra landshluta.

Samstöðuskortur

Þrátt fyrir þetta hefur ekki tekist að mjaka ráðamönnum svæðsins, hvorki á þingi né í sveitarstjórnum, til þess að sameinast um þau baráttumál sem mestu skipta fyrir byggðarlagið. Því miður hafa varðhundar stjórnmálaflokkanna í heimabyggð einatt komist upp með að hlaupa í skotgrafirnar og vefja mál í flokkspólitískar þrætur, þegar veigamikil mál ber á góma. Það er tími til kominn að velunnarar þessa svæðis taki saman höndum, teygi sig hver í átt að öðrum yfir skotgrafirnar, og beiti sér í sameiningu fyrir björgun þessa byggðarlags.

Annar vandi er stefnuleysið, til dæmis eins og það hefur birst í samgöngumálum. Ég leyfi mér að nefna ákvörðun og nýafstaðin fagnaðarlæti yfir Óshlíðargöngum sem skyndilega eru komin framfyrir Arnarfjarðargöng – bráðnauðsynlega samgöngubót sem beðið hefur verið eftir árum saman - á samgönguáætlun.

Gleðisöngskrafan

Og svo er það gleðisöngskrafan. Þá sjaldan eitthvað næst fram er fjöldanum skipað að fagna – hátt og lengi, í nafni jákvæðrar umræðu. Annars eru menn sakaðir um „niðurrif“, hvorki meira né minna. Menn skulu kvaka og þakka hvað lítið sem gerist. Þessi gleðisöngskrafa er orðin að svipu sem svífur yfir höfðum íbúa á Vestfjörðum, því ekki má ræða það sem miður fer eða „skaða ímynd svæðisins“ með því að tala um vandamálin eins og þau eru.

Jæja, ég er búin að fá nóg af því að þegja – ég tek ekki þátt í þessari vitleysu lengur. Gleðisöngsveitin verður að horfast í augu við þá staðreynd að ímynd Vestfjarða hefur beðið hnekki! Hvenær sem samgöngur ber á góma, hvenær sem starfsemi er lögð niður eða hagvaxtartölurnar eru rifjaðar upp, þá er ímyndarvandi á ferðum fyrir Vestfirði. Það er líka ímyndarvandi á ferðum þegar ótíðindin eiga sér stað beint í kjölfar fagnaðarláta af litlu tilefni, beint ofan í lofsyrði um „uppsveiflu“ og „framfarir“ sem lítil eða engin innistæða reynist svo fyrir. Þetta er grafalvarlegt mál.

Stökkvum upp úr!

Þegar þessi orð eru skrifuð skín sól á snæviþakin fjöllin umhverfis Ísafjörð. Djúpið blasir við mér út um gluggann fagurblátt og glitrandi í sólskininu. Ég vil búa hér – hér líður fjölskyldu minni vel, hér er gott fólk og fallegt umhverfi. Það er til nokkurs að vinna að berjast fyrir framtíðinni á þessum fallega stað.

En, ég vil ekki vera linsoðinn froskur í potti fullum af hálfvelgjuloforðum og skammtímalausnum. Þetta landssvæði hefur skapað þjóðarbúinu verðmæti, verið undirstaða sjávarútvegs og þar með þjóðartekna. Nú er röðin komin að okkur að fá almennilega vegi sem eru samanburðarhæfir við það sem gerist í öðrum landshlutum; strandsiglingar og jarðgöng undir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði til þess að lækka flutningskostnað og tengja saman byggðarlög. Síðast en ekki síst þurfum við Háskóla á Ísafjörð!

Ólína Þorvarðardóttir.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli