Frétt

bb.is | 22.02.2007 | 18:24Yfir 20 starfsmenn missa vinnuna við lokun starfsstöðvar Marels

Magnús Þór Ásmundsson framkvæmdastjóri framleiðslu Marels fyrir framan starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði.
Magnús Þór Ásmundsson framkvæmdastjóri framleiðslu Marels fyrir framan starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði.
„Miklar breytingar urðu á rekstrarumhverfi Marels hf., á síðasta ári. Þá keypti fyrirtækið tvö stór fyrirtæki, AEW Delford Systems á Englandi og Scanvaegt í Danmörku og við það tvöfaldaðist Marel að stærð. Í kjölfarið á samþættingarvinnu þessara fyrirtækja, þar sem reynt var að finna samlegðaráhrif og hagræða í rekstrinum, var tekin ákvörðun um að fækka starfsstöðvum til muna en Marel rekur í dag um 45 starfsstöðvar í 22 löndum. Ísland verður því miður ekki undanskilið í þeirri þróun,“ segir Magnús Þór Ásmundsson framkvæmdastjóri framleiðslu Marels, aðspurður um þá ákvörðun að loka starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði.

Magnús segir samþættingarvinnuna hafa hafist síðastliðið haust, en ákvörðun um að loka á Ísafirði hafi ekki legið fyrir fyrr en eftir áramót. „Við munum ræða við starfsfólkið um hugsanleg störf í Garðabæ,“ segir Magnús. Ekki geta þó allir starfsmennirnir fengið vinnu þar, því að sögn Magnúsar er ekki svigrúm til að bæta við yfir tuttugu stöðugildum, en 21 starfsmaður missir vinnuna við lokun starfsstöðvar Marels á Ísafirði.

„Stjórnendur hjá Marel taka nærri sér að fara út í svona aðgerð sem er erfið í alla staði. Þegar Marel keypti Póls bættu framleiðsluvörur þess síðarnefnda við framleiðslulínu Marels. Á þeim tímapunkti hentaði líka framleiðslugeta Póls. Það var aldrei ásetningur Marel að loka Póls. Svo er það bara þannig í þessari miklu samkeppni sem er í hátækniiðnaðinum. Við stækkunina á síðasta ári bættust fleiri inn í samstæðuna og við höfðum fleiri kosti. Við þurfum að bera rekstrarlegar skyldur gagnvart öllum og stundum bitnar það á þeim sem síst skyldi, sem er í þessu tilfelli Ísafjörður,“ segir Magnús þegar hann er inntur eftir svörum um hvers vegna það hafi aldrei heyrst aðrar raddir en jákvæðar varðandi rekstur starfsstöðvarinnar, þar til nú er reiðarslagið dynur yfir.

Ákveðið var að segja starfsfólki upp með sex mánaða fyrirvara í stað þriggja eins og yfirleitt tíðkast og segir Magnús helstu ástæðu þess vera þá að gefa starfsfólki umþóttunartíma með von um að einhver sjái sér kannski ástæðu til að kaupa þann framleiðslubúnað sem hér er og hefur starfsfólki verið boðinn hann til kaups. „Við myndum beina verkefnum hingað ef svo bæri undir“ segir Magnús.

Marel hefur sent töluvert af verkefnum til Rennex á Ísafirði og hvort framhald verði á því, verður framtíðin að leiða í ljós. „Bæði starfsstöðin á Ísafirði og í Garðabæ hafa sent verkefni til Rennex. Stundum mikið og stundum lítið, það er ekkert því til fyrirstöðu að það geti haldið áfram. Glerblásturskápur var á sínum tíma keyptur í sameiningu af 3X stál að hvatningu Marels, með það að sjónarmiði að geta fullunnið vörur hér,“ segir Magnús og bætir við að ljóst sé að kaup á þeirri þjónustu muni dragast saman.

Marel hf., rekur tvær starfsstöðvar hér á landi og aðspurður hvort Ísafjörður gæti ekki hentað sem aðalstarfsstöð fyrirtækisins segir Magnús. „Við erum að koma okkur upp stórum og afkastamiklum einingum og því miður er sá möguleiki ekki fyrir hendi á Ísafirði. Það er ekki nægt framboð á tæknimenntuðu fólki og hér er ekki nálægð við markaði. Staðurinn verður því útundan þegar á allt er litið. Ástæðan fyrir brotthvarfinu er þó ekki sú að hér gangi illa, en samanborið við aðrar einingar fyrirtækisins er hún ekki rekstrarlega góð,“ segir Magnús.

PÓls sameinaðist Marel 1. september 2005, en Marel var þá búið að eiga fyrirtækið frá því í apríl 2004. Þegar Marel keypti Póls voru starfsmenn fyrirtækisins 32 þar af 26 á Ísafirði. Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi framkvæmdastjóri Póls sagði í viðtali við Bæjarins besta í lok ágúst 2005 að ekki stæði til að fækka starfsmönnum enn frekar. Hann sagði einnig við sama tækifæri, mikil verðmæti felast í starfseminni á Ísafirði, sem fyrirtækið myndi viðhalda. Kaupin vöktu á sínum tíma blendnar tilfinningar bæjarbúa sem mörkuðust eflaust af þeirri döpru reynslu sem Vestfirðingar hafa af kaupum fyrirtækja annars staðar af landinu á fyrirtækjum á svæðinu. Fyrir rúmu ári sagði Hörður Ingólfsson, ráðgjafi hjá Marel og fyrrverandi stjórnarformaður Póls hf., sameininguna við Marel litlu breyta fyrir starfsmenn á Ísafirði og engin teikn væru á lofti um að draga þyrfti saman seglin í rekstri fyrirtækisins vestra. Sagði hann verkefnastöðuna sjaldan hafa verið betri hjá fyrirtækinu en þá.

Stærstu eigendur í Marel eru Eyrir Invest ehf. sem á 30,70% hlut í fyrirtækinu og Landsbanki Íslands hf. sem á 25,08%. Hagnaður Marels árið 2006 var 159 þúsund evrur samanborið við 5,7 milljónir árið 2005. Handbært fé í lok tímabilsins nam 63,1 milljón evra. Eigið fé rúmlega þrefaldaðist á árinu, hækkaði úr 41 milljón í 144 milljónir evra og eiginfjárhlutfall var 39,6% í árslok 2006. Sala ársins 2006 hjá fyrirtækinu nam alls 208,7 milljónum evra samanborið við 129 milljónir evra árið áður. Þetta kemur fram á heimasíðu Marels, en þar segir einnig „fjárfestingargeta félagsins til frekari ytri vaxtar er því umtalsverð án þess að til hlutafjáraukningar þurfi að koma.

annska@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli