Frétt

bb.is | 09.02.2007 | 06:04Flott án fíknar á Vestfjörðum

Meðal þeirra sem Flott án fíknar heimsækja eru nemendur Grunnskólans á Ísafirði.
Meðal þeirra sem Flott án fíknar heimsækja eru nemendur Grunnskólans á Ísafirði.

Verkefnið Flott án fíknar verður á ferðinni um norðanverða Vestfirði í næstu viku. Flott án fíknar tekur til þriggja þátta neyslu; neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Í heimsókn sinni hingað verða nemendur í 8-10. bekkjum grunnskólanna á Ísafirði, Þingeyri, Suðureyri, í Bolungarvík og Súðavík heimsóttir. Einnig verður opinn fundur með foreldrum unglinga í 8-10 bekk, kennurum og öðru áhugafólki um vímuvarnir unglinga í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju á þriðjudagskvöld kl. 19:30.

Flott án fíknar er íslensk hugmynd sem verið hefur í þróun í fjögur ár í Lindaskóla í Kópavogi og reynst vel. Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna.

Ungmennafélag Íslands hefur tekið að sér verkefnastjórn og kynningarstörf í þeim tilgangi að allir unglingar landsins geti notið góðs af. Verkefnið er unnið í samvinnu við Lýðheilsustöð sem styrkir það fjárhagslega og Þórólf Þórlindsson prófessor við Háskóla Íslands sem mun veita ráðgjöf í sambandi við mat á verkefninu og áframhaldandi þróun. Rannsóknir sýna að áhrif jafningjahópsins eru mikil í lífi unglinga og því skiptir miklu máli að ungir sem aldnir standi saman um að skapa heilbrigða unglingamenningu. Ungmennafélag Íslands hvetur alla til að virða landslög um notkun tóbaks og áfengis og gera unglingsárin að góðum minningum fullorðinsáranna.
Hvetjum síðan alla til að skoða vel heimasíðu verkefnisins, þar sem farið er betur yfir verkefnið í heild og í hvaða hluta það skiptist.

annska@bb.is

flottanfiknar.isbb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli