Frétt

Halldór Árnason | 07.02.2007 | 14:04Samgöngur og vegamál

Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Íbúar og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum, eiga allt undir góðum samgöngum. Á ég þar við samgöngur við Höfuðborgarsvæðið, en ekki norður til Ísafjarðar! Við eigum ekki að hugsa um að tengjast Ísafirði, fyrr en malbikaður vegur og akfær allt árið, er kominn Suður. Sá vegur sem við nú höfum til Reykjavíkur, er oft lokaður að vetrinum, hellst á Klettshálsinum, sem þó er nýuppbyggður. Þar er oft hið mesta veðravíti.

Við höfum ekkert til Ísafjarðar að sækja! Á Patreksfirði höfum við sjúkrahús og heilsugæslu. Erfið sjúkdóms- tilfelli sem upp koma eru ekki send á Ísafjörð, heldur beint Suður. Þeir fyrir Norðan hafa jú ,,Bónus”, en við getum nú líka pantað úr Bónus í Stykkishólmi, ef við höfum áhuga á. Ekki hafa börnin okkar farið á Ísafjörð í framhalds nám hingað til, nei, frekar Norður, Suður, eða nú síðast á Grundarfjörð. Allar afurðir af svæðinu fara Suður, t.d. ferskfiskur í flug. Ekki förum við að keyra með hann til Ísafjarðar! Þjónusta í boði á Ísafirði er ekki nema brot af því sem við þurfum á að halda. Vestfirðir hafa verið í mörgum pörtum hingað til og er ekki þörf á að breyta því, að sinni.

Varðandi vegamálin, þá eru hátt í 100 km af leiðinni Patreksfjörður- Reykjavík (leiðin er í heild um 400 km), enn ómalbikuð og hálfgerður hestatroðningur á köflum. Ekki er tryggt að flutningar gangi hindrunarlaust fyrir sig, þótt langir hlýindakaflar séu að vetrinum, því vegurinn er það viðkvæmur, að skella verður á þungatakmörkunum. Fyrst loks er búið að samþykkja B- leið, Þorskafjörður- Kollafjörður, ætti að hlusta á bónda í Reykhólasveitinni og byrja á að brúa Þorskafjörðinn, til að auðvelda efnistöku fyrir B- leiðina.

Á leiðinni frá eyðinu við Skálmarnes í Vatnsfjörð, þarf að þvera Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Í mynni þeirra fjarða eru sker og grynningar, sem ættu að henta vel fyrir vegalagningu. Með því væri hægt að losna við snjóþyngsli undan NA átt, að austanverðu í þessum fjörðum. Að sumrinu yrðu þessir tveir firðir algjör náttúruparadís, fyrir fólk á húsbílum eða með hjólhýsi, því það væri þá komið úr aðal umferðinni. Þar mætti auka trjárækt, sem kæmi þá í stað þess er raskaðist í Teigsskógi, við lagningu B- leiðar. Ef íbúar á norðanverðum Vestfjörðum fá varanlegan veg með slitlagi til Reykjavíkur, innan tveggja ára, þá viljum við sitja við sama borð.

Þegar ,,fær” vegur er kominn alla leið Suður fyrir okkur, allan ársins hring, þá getum við hugað að tengingu við Ísafjörð, ekki fyrr. Það væri þá hellst með því að að gera göng undir Gemlufallsheiði og stutt göng ofarlega undir Rafnseyrarheiði og síðan einfalda bílaferju yfir á Bíldudal (þar sem þú situr í bílnum, þessa stuttu leið), eins og víða er erlendis. Jón Þórðarson á Bíldudal hefur skrifað um þessi mál á: bildudalur.is. Þá færu Þingeyri og safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri ekki ,,úr alfaraleið” eins og núverandi gangatillögur stefna að, þar sem bora á svo innarlega. Ef síðan, (eins og einhverjir sjá í hillingum) verður borað undir Dynjandisheiði yfir á Barðaströnd, þá sjá fáir djásnið okkar; Fjallfoss. Það er nú einhvern veginn svo, að fólk þræðir bara aðalveginn, en gerir lítið af því að fara auka króka. Göng undir Dynjandisheiði eiga að sögn að opnast að sunnanverðu í Vatnsdal, ofan við Vatnsdalsvatn. Þar er töluvert snjóþungt og gæti gangamunninn hreinlega snjóað í kaf. Öll vegalagning við Vatnsdalsvatn yrði ákaflega erfið, hellst þyrfti að leggja veginn úti í vatninu sjálfu, sakir plássleysis. Hvernig ætla menn að framkvæma það, á friðlandi?

Norðanmenn vilja göng yfir í Kollafjörð úr Ísafirði við Djúp. Fyrir þá væri hins vegar betra að fá göng úr Mjóafirði, yfir í Skálmadal. Síðan yrði þá borað undir Klettshálsinn, því vegur þar yfir er og verður til vandræða. Þá væri komin stytting fyrir Ísfirðinga upp á annað hundrað kílómetra og nýting á göngum undir Klettsháls, mundi stóraukast. Ef við bíðum of lengi með að lagfæra vegasambandið Suður, verður enginn eftir hér á sunnanverðum Vestfjörðum, til að kvarta yfir samgöngunum!

Halldór Árnason, Patreksfirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli