Frétt

Leiðari 6. tbl. 2007 | 08.02.2007 | 08:53Þjóðarkakan

Skipting þjóðarkökunnar milli ríkis og sveitarfélaga hefur löngum verið þrætuepli; átök þar sem sveitarfélögin hafa alla jafnan farið halloka, borið skarðan hlut frá borði. Þykir mörgum sem stóri bróðir, ríkið, hafi um of tekið sumar húsfreyjur fyrri alda, sem naumt þóttu skammta í aska hjúa sinna, til fyrirmyndar. Slíkt hefur sjaldan þótt gott til afspurnar og ranglátt gagnvart þeim er guldu.

Á undanförnum árum hefur sitthvað verið gert til að auka umfang sveitarfélaganna. Má þar til nefna yfirtöku þeirra á rekstri Grunnskólans. Gott mál, sem því miður var ekki nægilega vel að staðið. Meðgjöfin með Grunnskólanum var ekki næg. Útreikningar á kostnaði við yfirtökuna reyndust ekki réttir. Allar ábendingar um nauðsyn leiðréttinga og réttmæti í þeim efnum hafa verið hundsaðar. Og þar við situr. Vegna þessa eru mörg sveitarfélög margfalt verr á vegi stödd fjárhagslega en ella hefði verið. Til viðbótar hafa breytingar á skattalögum gert sveitarfélögum róðurinn enn erfiðari. Þannig hefur skattaumhverfi hálfs þriðja tugs þúsunda einkahlutafélaga stórlega rýrt tekjur sveitarfélaganna. Hið sama gildir um sívaxandi fjölda skattgreiðenda sem greiðir engan tekjuskatt, einungis fjármagnstekjuskatt. Af þessum skattgreiðendum fá sveitarfélögin ekki neitt í sinn hlut. Ríkið hirðir hverja krónu.

Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á þingi sínu á síðast liðnu hausti að krefjast þess að sveitarfélögin fengju hlutdeild í tekjuskatti einkahlutafélaga og fjármagnstekjum. Með öðrum orðum: Ríkið hirti ekki allar tekjurnar en sveitarfélögin sætu uppi með þjónustuna. Svo augljóst sem þetta er ætti úrlausn málsins ekki að vera flókin. Hingað til hefur krafan um úrlausn þó ekki náð eyrum valdhafa. Nú, hart nær hálfu ári frá þingi Sambandsins þegar Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tók við formennsku, hillir undir viðræður milli þess og ríkisvaldsins. Á formanninum er það að heyra að hann sé vongóður um að stjórnvöld komi til móts við kröfur sveitarfélaganna um breytta og réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar en verið hefur til þessa.

Vonandi er mat formannsins ekki óskhyggjan ein. Vonandi opnast augu stjórnvalda fyrir því að það gengur ekki endalaust að guma af eigin ágæti yfir sívaxandi tekjum og segja sveitarfélögunum bara að herða sultarólina til að mæta skerðingunni sem þau verða fyrir. Íbúar sveitarfélaganna eru sama fólkið og fólkið sem ríkisvaldið telur sig vera að gæta hagsmuna fyrir. Velferð þessa fólks er hin sama hvort sem hennar er gætt af ríkisins hálfu eða sveitarfélaganna.

Þjóðarkakan er bara ein líkt og þjóðin sem deilir henni. Þess vegna getur ríkið ekki setið að kökunni á meðan sveitarfélögin verða að láta sér nægja að hirða molana sem kunna að falla af borðinu.
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli