Frétt

Þórólfur Halldórsson | 07.02.2007 | 10:29Djúpmannagambítur

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.
Árum saman hafa sumir „Djúpmenn“ gert lítið úr þörf fyrir vegabætur í Barðastrandarsýslum en lagt ofuráherslu á að allir vegir um Ísafjarðardjúp verði kláraðir áður en farið verði að „eyða“ peningum [að óþörfu] í vegi á sunnanverðum Vestfjörðum. Í þessu hefur falist að véla sem mest og helst allt vegafé ætlað Vestfjörðum í Djúpveg. Til að forðast misskilning skal áréttað að hér nota ég orðið „Djúpmenn“ aðeins yfir þá sem virðast ofangreindrar skoðunar hvaðan svo sem þeir koma, hvort sem þeir eru Víkarar, Ísfirðingar, úr Djúpinu eða hvað annað. Framarlega í þessum flokki má telja menn eins og Valdimar L. Gíslason í Bolungarvík og Úlfar Ágústsson á Ísafirði.

Í BB 1. febrúar sl. birtist grein undir fyrirsögninni Vilja göng frá Kollafirði til Ísafjarðar, sem greinilega er ættuð úr þessu sauðarhúsi og færir heim sanninn um að „Djúpmenn“ eru enn við sama heygarðshornið. Nema að þessu sinni hafa þeir platað nokkra áhugamenn um vegi til að ljá greininni nöfn sín, þó hún lýsi ekki endilega helstu óskum þeirra. Nú loksins þegar hillir undir að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði að veruleika ætla þessir menn að beita sér fyrir því að fjárveitingar sem ætlaðar verða í það verk í næstu samgönguáætlun verði færðar þaðan til að grafa göng milli Kollafjarðar og Ísafjarðar. Þeim væri nær að biðja um flutning á peningum sem ætlaðir eru í veg um Arnkötludal því þeir ætla greinilega ekki að notfæra sér þann veg.

Í greininni eru færð ýmis villurök fyrir hugmyndinni og þau helst að arðsemi Vestfjarðavegar nr. 60 muni aukast svo mikið við að tengjast Djúpvegi með þessum hætti. Ekki fór mikið fyrir stuðningi þessara manna við baráttu Barðstrendinga fyrir þverun fjarða í Gufudalssveit sem nú hefur verið samþykkt að ráðast í, enda arðsemin þegar næg að mati Vegagerðarinnar. Framkvæmdirnar í Gufudalssveit munu hins vegar gera jarðgöng undir Dynjandisheiði og á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar mun arðsamari en ella, og geta hugsanlega ráðið úrslitum um það að göng verði gerð undir Dynjandisheiði. Þetta kemur mjög glöggt fram í skýrslu um vegtengingar á Vestfjörðum sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir sveitarfélögin í Barðatrandarsýslum árið 2005.

Best væri að göng undir Dynjandisheiði kæmu á sama tíma og göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en það er þó ekki úrslitaatriði. Ef göngunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verður hins vegar frestað og göng undir Kollafjarðarheiði gerð þess í stað má hins vegar ganga út frá því sem vísu að göng undir Dynjandisheiði verða aldrei að veruleika. Það yrði heldur döpur framtíðarsýn fyrir Vestfirðinga, sérstaklega Ísfirðinga og Bolvíkinga, sem þá yrðu af stystu mögulegu láglendisleiðinni til Reykjavíkur, sem aðeins yrði um 392 km.

Sá gambítur sem fyrrnefndir „Djúpmenn“ eru hér að reyna að beita gengur semsagt út á það að reyna að beina umferðinni af stystu mögulegu [raunhæfu] leiðinni til Ísafjarðar um Vestfjarðaveg yfir á mun lengri leið um Djúpveg, og um leið að gera Vestfjarðaveg vestan Kollafjarðar það óarðbæran að aldrei verði ráðist í gerð jarðganga undir Dynjandisheiði eða á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Hvaða hagsmunum telja þessir menn sig vera að þjóna?

Þórólfur Halldórsson
Patreksfirði.


bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli