Frétt

Sigríður Ragna Jóhannsdóttir | 06.02.2007 | 14:18Opnir fundir Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ

Sigríður Ragna Jóhannsdóttir.
Sigríður Ragna Jóhannsdóttir.
Frá árinu 2004 hefur félagsskapur áhugafólks um heilsueflingu staðið fyrir margvíslegum verkefnum undir heitinu ,,Heilsuefling í Ísafjarðarbæ”. Um er að ræða grasrótarsamtök fólks sem vill leggja sitt af mörkum og stuðla með einum eða öðrum hætti að heilsueflingu og velferð íbúa bæjarfélagsins. Frá stofnfundinum 4. mars 2004 hefur ýmsu verið áorkað en verkefni framtíðarinnar eru mörg og áhugaverð.

Of langt mál er að telja upp öll þau verkefni sem Heilsuefling hefur staðið fyrir en meðal þeirra má nefna fyrirlestur næringarfræðings um næringu og heilsu, reykingavarnarnámskeið með Valgeiri Skagfjörð, starfsemi gönguhóps yfir sumartímann, rannsókn í samvinnu við útskriftarnema við íþróttakennaraskor Kennaraháskóla Íslands, skemmtun í miðbæ Ísafjarðar í samvinnu við Morrann og ábendingu til tæknideildar bæjarins um að setja fleiri bekki á þeim gönguleiðum sem eldra fólk fer helst svo heilsubótargangan geti orðið lengri. Þá hefur hópurinn frá upphafi unnið að bættri sundlaugar- og líkamsræktaraðstöðu á Ísafirði og átt fulltrúa í samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Ísafjarðarbæjar sem ber heitið Allt hefur áhrif, einkum við sjálf.

Til að efla starfsemi Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ hefur verið ákveðið að opna mánaðarlega fundi nefndarinnar fyrir öllum bæjarbúum. Gefst þar með kjörið tækifæri fyrir fólk sem vill koma og starfa með hópnum eða þá bara að koma með hugmyndir um tilvalin heilsueflandi verkefni eða ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara í bæjarfélaginu hvað varðar heilsueflingu og aðbúnað til heilsueflingar. Oftar er þrýstingur frá heilum hópi vænlegri til árangurs heldur en rödd eins einstaklings. Fundir Heilsueflingar eru alltaf kl. 17:00, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og fara fram í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar (á 1. hæð, beint á móti tannlæknastofunni). Jafnframt er hægt að senda fyrirspurnir eða ábendingar á póstfangið heilsueflingisafj@simnet.is.

Helstu verkefni sem framundan eru í starfsemi Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ eru stofnun eða endurvakning á útivistarfélagi í bæjarfélaginu og gerð gönguleiðahandbókar fyrir fjölskyldur í samvinnu við JCI Vestfirði. Auk þessa verður að sjálfsögðu unnið áfram að þeim verkefnum sem þegar eru í gangi, það er að þrýsta á bætta sundlaugar- og líkamsræktaraðstöðu, vinnu í Allt hefur áhrif og gerð heimasíðu með öflugu tenglasafni. Um önnur verkefni sem eru í deiglunni er ótímabært að ræða nú. Eru allir þeir sem hafa áhuga á að vinna með okkur að þessum verkefnum eða hinu margvíslega formi heilsueflingar hér með hvattir til að koma á fund eða að senda okkur netskeyti.

Framtíðarverkefni þess félagsskapar sem kýs að vinna að sínum hugarefnum undir merkjum Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ eru margvísleg og væntanlega óþrjótandi. Rétt er þó að minna á að víða í bæjarfélaginu er unnið gríðarlega mikið og gott starf á þessu sviði og stór hluti bæjarbúa virðist huga að sínu heilbrigði með einum eða öðrum hætti. Aðaláskorunin fyrir félagsskap eins og Heilsueflingu í Ísafjarðarbæ er hins vegar ekki aðeins að viðhalda áhuga fólks á því að iðka heilsusamlega lífshætti, heldur ekki síður að ná til þeirra sem einhverra hluta vegna hafa ekki áhuga eða getu til þess. Því er mikilvægt að grasrótarstarf sem þetta verði styrkt í sessi svo hægt sé að gera gott bæjarfélag enn betra!

Fyrir hönd Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ,
Sigríður Ragna Jóhannsdóttir, formaður.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli