Frétt

Gunnar Þórðarson | 03.02.2007 | 10:46Innflytjendamál

Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.
Umræðan undanfarna daga um átökin í Frjálslyndaflokknum hefur verið athyglisverð að mörgu leyti. Ef marka má umsögn fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins, Margrétar Sverrisdóttur, um að flokkurinn hafi heldur betur skriplað á skötunni í innflytjendamálum, er flokkurinn nánast ,,holdsveikur” eftir hina nýju innkomu í íslensk stjórnmál. Þessi umræða Frjálslyndaflokksins sem byrjaði á Alþingi utan dagskrá þann 7. nóvember þegar varaformaðurinn sté í pontu og gerði málið að umræðuefni. Þar var greinilega beint spjótum að samningi Íslendinga um evrópskt efnahagsvæði og ákvæði um frjálsa för vinnuafls innan þess.

Gefum Frjálslynda flokknum að það sé umræðan og tölum aðeins um þau átta fyrrum austantjaldslönd sem gerðust aðilar að EES 2004 og þeim samning sem Íslendingar eru aðilar að. Hefðum við átt að nýta rétt okkar til að fresta gildistöku ákvæðis um frjálsa för vinnuafls til ársins 2011? Höldum okkur við efnahagsleg rök og látum þjóðernisleg liggja milli hluta. Frá því að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 2004 hefur hagkerfið tekið stakkaskiptum. Ef einhver man eftir áramótunum 1990 þá var ekki björgulegt bú hjá þjóðinni. Atvinnuleysi fór vaxandi, erlendar skuldir ríkisins náðu hæstu hæðum og hagkerfið var molum. Samningurinn um EES ásamt átaki ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og krata eftir 1991, um aukið frelsi atvinnulífsins, var grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem við sem þjóð höfum fengið síðan.

En það er ekki bæði sleppt og haldið í slíkum samningum. Með því að gerast aðilar að innri markaði Evrópu og þátttöku í samstarfi um sameinaða heimsálfu, gáfu Íslendingar eftir ýmis fullveldismál og gengust undir yfirþjóðlegt vald á nokkrum sviðum. Rétt er að taka fram að þó Evrópusambandið byggi á efnahagslegum forsendum er það friðarhugsjónin sem var leiðistjarna þess í upphafi. Eitt af metnaðarfullustu verkefnum Evrópusambandsins er inntaka fyrrum kommúnistaríkja austur Evrópu í sambandið. Gríðarlegur kostnaður er samfara þessu verkefni og ljóst að fórnarkostnaðurinn er mikill. Hinsvegar liggur fyrir að til mikils er að vinna þegar fram sækir, en reikna má með að það taki hálfan mannsaldur að ná sambærilegum lífskjörum í þessum löndum og í vestur Evrópu.

Í umræðum á Alþingi sagði varaformaður Frjálslyndra í umræðum utan dagskrár 7. nóvember í tilefni þess að Íslendingar ákváðu að nýta sér ekki heimildir til að fresta ákvæði um frjálst flæði vinnuafls milli þessara ríkja og Íslands: ,,maí árið 2006 var svartur dagur í sögu þjóðarinnar og það voru sendar sennilega köldustu kveðjur sem verkalýðshreyfingin og launþegar í landinu höfðu nokkru sinni fengið því það sem gerst hefur eftir þetta er að erlent vinnuafl hefur flætt inn í landið sem aldrei fyrr” Einhvern vegin er þetta hjákátleg umræða um Evrópumál og það sem hún stendur fyrir.

Formaður Frjálslyndaflokksins sagði við sama tilefni að íslenskt vinnuafl liði fyrir þessa ákvörðun ríkistjórnar og atvinnurekendur myndu notfæra sér ódýrt vinnuafl frá þessum ríkjum til að troða á réttindum þeirra. Hefur það gerst? Íslendingar gætu spurt sig hvar þeir stæðu í dag án þessa vinnusafls og hvernig þjóðin hefði ráðið við jafn mikið uppbyggingastarf og raunin er án starfsmanna frá þessum ríkjum.

Að sjálfsögðu hefðum við getað notast við fyrra kerfi þar sem atvinnurekendur sóttu um atvinnuleyfi áður en starfsmenn fengu leyfi til að koma inn í landið. Starfsmenn frá þessum þjóðum, áður var í gildi samningur við öll hin 15 ríki EES, hefðu þá undirgengist nokkur skonar vistarbönd þar sem samningur þeirra var bundin við starf hjá ákveðnu fyrirtæki. Ef þeim líkaði ekki vistin var eina ráðið að hypja sig aftur heim og því snýst þetta um mannréttindi.

Formaður Frjálslyndaflokksins verður tíðrætt um fjölda byggingastarfsmanna frá þessum ríkjum í ræðum sínum. En við sem búum á Vestfjörðum höfum e.t.v. meiri áhuga á öllum þeim starfsmönnum frá fyrrum kommúnistaríkjum sem haldið hafa uppi kröftugri fiskvinnslu og útgerð línubáta, sem hefur verið bakbeinið í verðmætasköpun fjórðungsins. Við gerum okkur grein fyrir að þetta fólk gefur okkur tækifæri til að ná vopnum okkar í erfiðari stöðu en er síður vandamál. Það er auðvelt að sjá í gegnum lýðskrumið í Frjálslyndaflokknum þegar enginn nennir lengur að tala um kvótann og flokkurinn snýr sér þá að málefni sem gæti bjargað fylginu fyrir næstu kosningar. Þó svo að sú umræða skaði hagsmuni Vestfirðinga. Þeir hafa sannarlega skriplað á skötunni og ég vona að kjósendur sjái það áður en gengið verður til kosninga.

Gunnar Þórðarson.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli