Frétt

Sælkeri vikunnar – Guðrún B. Magnúsdóttir í Bolungarvík | 01.02.2007 | 13:48Fiskréttir og hressandi appelsínusalat

Sælkeri vikunnar býður upp á saltfisksalat og mexíkóskan fiskrétt. Í eftirrétt er appelsínusalat sem er bragðgott, hressandi og hollt. „Eftir jólasteikurnar og konfektið datt mér í hug að gefa uppskrift af fiskréttum og ávaxtasalati sem er ögn léttara í maga. Fiskréttirnir eru reyndar forréttir en það má alveg hafa þá báða á borðum í einu og þá er kominn mátulegur aðalréttur“, segir Guðrún.

Saltfisksalat

200 g saltfiskur, ekki útvatnaður
1 kg appelsínur
2 langir og mjóir blaðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 glas af svörtum ólífum
3 – 5 msk ólífuolía, helst fín jómfrúrolía

Hrár saltfiskurinn er hreinsaður vel, rifinn niður í ræmur og settur í skál. Appelsínurnar eru flysjaðar og allt hvíta lagið skorið vandlega burt. Þær eru skornar í bita og settar út í. Blaðlauknum og ólífunum er bætt við. Ólífuolíu er hellt út í og þetta er síðan látið bíða í a.m.k. 6 klst. Appelssínusafinn hefur þau áhrif að saltfiskurinn verður ekki lengur eins og hrár.

Mexíkóskur fiskréttur

1 kg bein- og roðlaus fiskur (ýsa eða lúða til spari)
250 ml limesafi

Skerið fiskinn í 2-3 sm bita og hellið limesafanum yfir. Látið standa við stofuhita í 15 mín. Hellið þá safanum af fiskinum.

1 krukka jalapeno pipar, takið fræin úr.
125 ml extra virgin ólífuolía
¼ bolli ferskt kóríander
1 msk.ferskt oreganó
125 ml.chili tómatsósa
4 hvítlauksgeirar
1tsk. salt

Blandið öllu saman og setjið yfir fiskinn. Látið standa í ísskáp í einn sólarhring. Með þessum réttum er gott að bera fram brauð og e.t.v. salat. Gott er að drekka rauðvín með, ásamt vestfirsku blávatni.

Appelsínusalat

10-12 sætar og safaríkar appelsínur
5 msk appelsínuþykkni
6 msk púðursykur
3 steyttir negulnaglar
1 tsk kanell
½ dl gróft saxaðar heslihnetur

Appelsínurnar eru afhýddar og allt hvítt skorið af. Þær eru síðan skornar í sneiðar og settar í skál. Öllu hinu er blandað saman og hellt yfir appelsínurnar. Látið standa í ísskáp í a.m.k. 3 klst og gjarnan lengur, svo kryddið nái að jafna sig. Gott er að blanda saman þeyttum rjóma og sýrðum, og bera fram með.

Ég skora á systurnar og samstarfskonur mínar Mariolu og Elzbietu Kowalczyk að gefa okkur uppskriftir af pólsku góðgæti í næsta blaði.


bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli