Frétt

mbl.is | 08.04.2002 | 22:00Reiknilíkön við gerð þjóðhagsspár sett á Netið

Stefnt að því að gera helstu reiknilíkön og gagnasöfn sem notuð eru við gerð þjóðhagspár o.fl. öllum aðgengileg, t.d. á Netinu. Talið er að þetta muni gera efnahagsspár stjórnvalda og allar meginforsendur þeirra gagnsærri auk þess sem öðrum aðilum verður gert kleift að nýta sér þessi líkön og gera spár og athuganir á eigin forsendum.
Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi um að leggja Þjóðhagsstofnun niður og flytja verkefni hennar til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi undir kvöld eins og Halldór Ásgrímsson starfandi forsætisráðherra hafði boðað fyrr í dag.

Fram kemur í frumvarpinu að öllum starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar verða boðin störf hjá þeim stofnunum sem verkefnin færast til. Þar verði leitast við að bjóða starfsmönnum að sinna svipuðum verkefnum og þeir hafa áður sinnt þar sem jafnframt verði þó höfð hliðsjón af óhjákvæmilegum breytingum sem fylgja breyttri verkefnaskipan. Gert er ráð fyrir að einhver biðlaunakostnaður kunni að falla á ríkissjóð við það að stofnunin sé lögð niður. Telur fjármálaráðuneytið að kostnaðurinn gæti orðið á bilinu 20–25 milljónir króna.

Í greinargerð frumvarpsins segir að efnahagsráðgjöf við stjórnvöld sé nú með allt öðrum hætti en þegar gildandi lög um Þjóðhagsstofnun voru sett. Hún felist nú fyrst og fremst í mati á framvindu og horfum þegar móta skuli stefnu til næsta árs eða næstu ára og þá einkum stefnu í ríkisfjármálum við gerð fjárlaga. Þjóðhagsspár séu nauðsynleg forsenda fyrir ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum, einkum við gerð fjárlaga. Fjármálaráðuneytið hafi eflt starfsemi sína á þessu sviði enda nauðsynlegt að það geti sem best lagt mat á þróun og horfur í efnahagsmálum vegna fjárlagagerðar og almennrar hagstjórnar.

Þetta fyrirkomulag feli það í sér að spárnar séu settar fram með hliðsjón af efnahagsstefnu stjórnvalda hverju sinni. Það eigi reyndar ekki bara við um opinberar efnahagsspár heldur sé það almennt viðtekin venja flestra aðila sem fást við slíkar spár, hvort sem það eru fjármálastofnanir, aðilar vinnumarkaðarins eða aðrir. Hinar opinberu spár og efnahagsstefna stjórnvalda séu sá grunnur sem byggt sé á og síðan ræði menn hugsanleg frávik frá þeim, meðal annars með tilliti til breyttra forsendna o.fl. Þetta þyki alls staðar eðlileg og réttmæt vinnubrögð.

„Seðlabankinn rekur öfluga starfsemi um allt sem lýtur að því að fylgjast með framvindu og horfum í efnahagsmálum enda forsenda þess að ákvarða vexti í ljósi horfa um verðbólgu allt að tvö ár fram í tímann. Með nýjum Seðlabankalögum eru lagðar meiri kvaðir en áður á bankann um miðlun upplýsinga til stjórnvalda, jafnt ráðuneyta sem Alþingis, og almennings.

Almennt mat á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun því í vaxandi mæli verða hluti af starfsemi þeirra stofnana hins opinbera, fjármálaráðuneytis og Seðlabanka, sem annast veigamikla þætti efnahagsmála og hagstjórnar. Eðlilegt er að ríkisstjórn setji fram forsendur sínar og spár um þróun efnahagsmála beint við fjárlagagerðina og Seðlabankinn meti stöðuna á eigin forsendum. Þjóðhagsstofnun hefur því ekki lengur hlutverki að gegna í þessu samhengi og að óbreyttu skipulagi væri hætta á að verkaskipting yrði óljós og óhagkvæm,\" segir í greinargerðinni.

Mbl.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli