Frétt

mbl.is | 07.04.2002 | 11:14Bush og Sharon rifust harkalega

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eru sagðir hafa rifist harkalega í síma í gærkvöldi en ríkisstjórn Sharons hefur undanfarna daga hunsað tilmæli Bush og annarra vestrænna þjóðarleiðtoga um að draga úr hernaðaraðgerðum sínum á herteknu svæðunum.
Sharon er sagður hafa sýnt viðhorfum Bandaríkjaforseta ákveðinn skilning en þó neitað að draga úr aðgerðum Ísraelshers. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Sharons sendi frá sér segir að Ísrealsher eigi við erfiðar aðstæður að etja þar sem mikið sé að vopnum, sprengjum og hryðjuverkamönnum á herteknu svæðunum og að vilji Ísraela til að hlífa óbeyttum borgurum geri það að verkum að aðgerðir hersins hafi dregist á langinn.

Áfram var barist í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum í morgun og beittu Ísraelsmenn skriðdrekum og þyrlum fimmta daginn í röð. Þá umkringdu Ísraelsmenn einnig flóttamannabúðir nálægt borginni Nablus þar sem skothvellir heyrðust öðru hvoru í nótt.

„Það má búast við að bardögum ljúki brátt í flóttamannabúðunum í Jenin,\" sagði Ron Kitrey talsmaður Ísraelshers. „Andstaðan var mjög hörð, ef til vill harðari en við bjuggumst við.\"

Kitrey sagði að Ísarelsher myndi ekki draga sig til baka úr flóttamannabúðunum sem hafa verið bækistöðvar herskárra Palestínumanna lengi. Leitað yrði að eftirlýstum vígamönnum á heimilum þeirra, bækistöðvum, að vopnabúrum og sprengjuverksmiðjum. Kitrey sagði að það myndi taka tíma.

Inni í flóttamannabúðunum er ástandið slæmt, að sögn Abdel Salaam félaga í Hamassamtökunum sem AP ræddi við í síma. Hann sagði að fólk héldi sig á neðri hæðum húsa sinna og matur og vatn væru af skornum skammti. Enginn þyrði út til að gæta að nágrönnum sínum. Þá sagði hann að heyrst hefði af blóðugum líkum sem legið hefðu á götunum í nokkra daga, að sært fólk kæmist ekki undir læknishendur og hús víðsvegar um búðirnar hefðu verið eyðilögð.

Ísraelsstjórn hélt fund í morgun og þar varði Sharon gerðir Ísraelsmenna og bar lof á þá 11 hermenn sem fallið hafa í aðgerðinni.

Búist er við Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Ísraels í næstu viku til að reyna að knýja fram vopnahlé. Matan Vilnai, ráðherra í Ísraelsstjórn, sagði við ísraelska ríkisútvarpið að væntanlega yrði að gera hlé á aðgerðunum meðan á dvöl Powells stendur og ekki verði á meðan ráðist inn í borgir á Gasasvæðinu eins og áformað sé. Frekar rólegt hefur til þessa verið á Gasasvæðinu en aðgerðir Ísraelsmenna hafa að mestu beinst að Vesturbakkanum.

Ekki er ljóst hvort Powell hittir Yasser Arafat að máli en Ísralesmenn halda Arafat í einangrun í Ramallah. Palestínumenn segja að vilji Powell ekki hitta Arafat muni enginn Palestínumaður ræða við hann.

Í Bethlehem sitja ísraelskir hermenn enn um Fæðingarkirkjuna þar sem tugir palestínskra byssumanna leituðu skjóls fyrir sex dögum. Ísraelsmenn hvöttu Palestínumennina í alla nótt til að gefast upp. „Komið þið út... Þetta er heilagur staður... Við höfum mat... Gefist upp,\" hrópuðu þeir í hátalara.

Mbl.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli