Frétt

Stakkur 4. tbl. 2007 | 25.01.2007 | 09:33Pólitísk veðurspá

Það fór líkt og spáð var að Kristinn H. Gunnarsson ætti eftir að valda uppnámi í pólitíkinni hér vestra og koma nokkuð við sögu. Nú er eftir að sjá hvernig spáin rætist varðandi aðkomu Guðjóns A. Kristjánssonar sem óðum er að ná vopnum sínu að nýju og hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins nú náð kjörstærðinni frá 2003. Á móti kemur að blikur eru á lofti varðandi framtíð Frjálslynda flokksins, stærð, einingu á kosningaári og nafngift. Nafnið mun vera vistað á Einimel í Reykjavík og því hefur varþingmaður lagt til að nú verði breytt um nafn og upp tekið nýtt, Frjálslyndi jafnaðarmannaflokkurinn og þá vaknar spurningin hvar endar þetta stríð floksmanna, sem hófst um það leyti að fylgið jókst í skoðanakönnunum.

Valdimar Leó Friðriksson, sem hlaut slaka útkomu í prófkjöri Samfylkingar fyrr í vetur, sagði sig úr þingflokknum og hefur nú gert upp hug sinn, er orðinn fjórði liðinn í þingflokki Frjálsynda flokksins eftir að hafa verið utan flokka um skeið. Nú heyrist ekki orð um að ekki sé eðlilegt að skipta um þingflokk líkt og þegar Gunnar Örlygsson ákvað að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Sínum augum lítur hver silfrið segir máltækið, en ætti ef til vill að vera þannig, rétt er að líta silfrið þeim augum sem passa því best hvaðan birtuna ber. Nú velta menn því fyrir sér á þeim bænum hvort það sé nú betra að gera Frjálsynda flokkinn að eins konar jafnaðarmannaflokki. Ekki er alveg séð hvort það kemur frá gengi Samfylkingar í skoðanakönnun Fréttablaðsins eða tengist Valdimar Leó. Kemur að þætti Kristins H. Gunnarssonar, er margir líta hýru auga til um þessar mundir er framboðsórói sækir að mörgum.

Margir hafa veðjað á að Kristinn kunni að róa á fleytu Margrétar dóttur Sverris þess er hýsir nafn Frjálsynda flokksins á heimili sínu. Beðið er uppgjörs á flokksþingi er brátt verður haldið. Kannski liðkar það til fyrir samstarfi við Kristinn að nefna flokkin á nýjan leik og kalla hann Frjálslynda Alþýðubandalagsflokkinn. Hver niðurstaða verður á flokksþingi er óvíst en vart er við því að búast að klofningur flokksmanna eða nýtt nafn muni verða honum til framdráttar Flokkurinn virðist færast til vinstri við þær byltingar sem undir krauma og má því búast við að það komi fyrst og fremst stóru flokkunum til góða, Samfylkingu og ekki síður Sjálfstæðisflokki sem sótt hefur í sig veðrið.

Ef til vill er það svo að eins máls stjórnmálaflokkar eiga alltaf í vandræðum með ímyndina líkt og Þjóðvarnarflokkurinn fyrir rúmri hálfri öld er endaði í Alþýðubandalagi sem ein lítil deild eða skúffa. Fyrir stuttu átti Frjálsyndi flokkurinn tækifæri til að festa sig rækilega í sessi með auknu fylgi, þá byrja bræðravígin og systra. Erfitt getur verið að rísa heill frá slíku á stuttum tíma og hver er þá framtíð Vestfirðingsins Guðjóns Arnars Kristjánssonar í pólitík? Við fylgjumst grannt með.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli