Frétt

Þórólfur Halldórsson | 19.01.2007 | 17:01Veggöng á Vestfjörðum

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.
Með þingsályktun í mars 1999 var samþykkt að vinna skyldi langtímaáætlun um gerð jarðganga á Íslandi þar sem sérstaklega yrði horft til framkvæmda sem rjúfa vetrareinangrun, koma í stað annarrar kostnaðarsamrar vegagerðar, stytta vegalengdir og stækka atvinnusvæði. Vegagerðinni var falið málið til afgreiðslu og skilaði jarðgangaáætlun í janúar 2000. Þar eru tíundaðir fjölmargir jarðgangakostir en að mati Vegagerðarinnar skyldu þrjú verkefni sett í forgang. Einu er þegar lokið sem eru göngin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annað verk Héðinsfjarðargöngin er hafið en þriðja verkið sem eru göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar er vonandi loksins að komast á dagskrá samgönguáætlunar. Öðrum jarðgangakostum var ekki forgangsraðað.

Bátnum ruggað

Sú hætta er þó yfirvofandi að ófyrirséðar aðstæður, hagsmunapot þrýstihópa, pólitík og takmarkaðar fjárveitingar geri það að verkum að ný verkefni þrýstast upp listann og bola verkum sem fyrir eru í burtu a.m.k. tímabundið. Mér sýnist göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar vera í þessari hættu núna. Þau hafa þegar þurft að víkja fyrir göngum undir Almannaskarð og hrópað er og kallað á jarðgöng út um allt land, m.a. á Vestfjörðum, eins og ótakmarkaðir fjármunir séu til staðar til jarðgangagerðar.

Mikilvægt er að menn haldi ró sinni og virði þá forgangsröð sem er fyrir hendi. Hins vegar má segja að löngu sé tímabært að Vegagerðin endurskoði jarðgangaáætlunina frá 2000 og geri tillögur um forgangsröðun þeirra verkefna sem þar voru flokkuð til síðari skoðunar.

Ný forgangsröð vegganga

Með gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 km og leggja af 552 m háan fjallveg yfir Hrafnseyrarheiði, er lokið forgangsverkefnum samkvæmt núverandi jarðgangaáætlun. Það er mjög áríðandi að þingmenn Norðvesturkjördæmis og raunar Alþingi allt virði það samkomulag sem gert var um þessa forgangsröðun, það hafa Vestfirðingar gert til þessa.

Tvenn göng á Vestfjörðum þurfa að vera fremst í nýrri forgangsröð. Annars vegar göng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, sem má segja að séu hástökkvarinn á listanum vegna óásættanlegs umferðaröryggis á Óshlíð í kjölfar stóraukins grjóthruns á veginn, og hins vegar göng undir Dynjandisheiði. Þetta eru lang brýnustu verkefnin á Vestfjörðum, og opna bæði fyrir möguleika á sameiningu sveitarfélaga, sérstaklega þó Bolungarvíkurgöngin.

Í ljósi annarra brýnna jarðgangaverkefna sem blasa við um allt land geta Vestfirðingar ekki af sanngirni sett fram kröfur um frekari veggöng í landshlutanum næstu árin.

Veggöng undir Dynjandisheiði

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur lengi lagt áherslu á að samhliða gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar verði að ljúka vegtengingu áfram úr Arnarfirði til Barðastrandar. Samþykktir sambandsins gera ráð fyrir að sú lausn felist í 10,8 km löngum jarðgöngum undir Dynjandisheiði milli Dynjandisvogs og Vatnsdals í Vatnsfirði.

Þó tæknilega kunni að vera hægt að byggja veg yfir Dynjandisheiði er sú lausn alveg óásættanleg ef samþykkt ríkisstjórnarinnar um að gera Ísafjörð að kjarnasvæði fyrir Vestfirði á ekki að vera orðin tóm, því veldur veðurhæð á heiðinni á vetrum. Dynjandisheiði er rúmlega 30 km langur fjallvegur í 500 metra hæð yfir sjó, þar er ekki símasamband og 42 km á milli Brjánslækjar og Mjólkár sem eru næstu byggðu ból til hvorrar handar. Greiðfærni og öryggi á slíkum fjallvegi verður alltaf í óásættanlegu lágmarki á vetrum.

Veggöng undir heiðina stytta Vestfjarðaveg um 14 km og eru eini kosturinn til að tryggja öruggar heilsárssamgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar. Í dag eru 173 km milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar en verða 136 km með jarðgöngum undir Dynjandisheiði og milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Stytting um 37 km og að auki verður til stysta og öruggasta láglendisleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, jafnvel ekki nema 392 km.

Stytting vetrarleiðar um 502 km

Í nóvember og desember sl. var Dynjandisheiði lokuð vegna snjóa í 23 daga og þegar Djúpvegur um Eyrarfjall var líka lokaður var stysta akstursleiðin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar 639 km um Laxárdalsheiði í Dölum. Sú leið styttist því um 502 km við jarðgöngin. Til samanburðar styttist vetrarleiðin milli Siglufjarðar og Akureyrar um Öxnadalsheiði úr 192 km í 76 km með Héðinsfjarðargöngum.

Vaxtarsamningur Vestfjarða sem er saminn að tilhlutan iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem byggðaáætlun fyrir Vestfirði leggur áherslu á mikilvægi Ísafjarðar sem kjarnasvæðis fyrir Vestfirði líkt og Akureyrar á Norðurlandi. Í báðum tilfellum leika samgöngubætur lykilhlutverk og mikil áhersla lögð á mikilvægi þess að stytta akstursleiðir og ferðatíma sem frekast má.

Þýðingarmestu málin

Stóru vegamál Vestfirðinga í Djúpi, Arnkötludal og leið B á Vestfjarðavegi eru í höfn. Að þeim slepptum eru jarðgöng undir Dynjandisheiði og á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar lang mikilvægustu verkefnin í vegagerð á Vestfjörðum, þegar litið er til heildarhagsmuna Vestfirðinga og framtíð byggðar á Vestfjörðum. Göng til Bolungarvíkur eru auðvitað mikilvæg fyrir öryggi vegfarenda um Óshlíð en hafa ekki sama vægi fyrir framtíð Vestfjarða í heild.

Engin ein aðgerð er betur til þess fallin að styrkja Ísafjörð sem kjarnasvæði landshlutans en að veita á einu bretti 1300 nýjum viðskiptavinum af sunnanverðum Vestfjörðum óheftan aðgang að verslun og þjónustu á Ísafirði árið um kring. Það er ekki síður mikilvægt fyrir Barðstrendinga að geta á einum degi sótt margvíslega þjónustu um 136 km veg til Ísafjarðar í stað þess að sækja hana um 400 km leið til Reykjavíkur á tveimur dögum.

Ég hvet Vestfirðinga til samstöðu um þessi verkefni og til að etja þeim ekki saman. Ég geng út frá að alþingismenn kjördæmisins séu meðvitaðir um mikilvægi þessa og tryggi að öll þessi þrenn veggöng verði á samgönguáætlun til næstu 12 ára sem Alþingi mun samþykkja á þessu þingi.

Þórólfur Halldórsson.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli