Frétt

Visir.is | 05.04.2002 | 08:29Útlendingar fældir frá landinu

Bernharð Överby.
Bernharð Överby.
„Þetta er ótrúlegt mál og engu líkara en útlendingar sem búa utan Schengen-svæðisins séu flæmdir frá því að koma til Íslands,“ segir Bernharð Överby, skipstjóri á Ísafirði, sem ásamt eiginkonu ætlaði að bjóða taílenskri frænku konunnar í heimsókn til Íslands. Bernharð er nýkominn frá Taílandi þar sem hjónin ákváðu að bjóða taílensku frænkunni í heimsókn til Ísafjarðar og borga fyrir hana farmiða fram og til baka. Til að uppfylla nauðsynleg skilyrði héldu þau í danska sendiráðið í Bangkok sem jafnframt þjónar Íslandi. Þegar starfsmaður sendiráðsins heyrði að hjónin ætluðu heim til Íslands eftir örfáa daga en frænkan kæmi síðar ráðlagði hann þeim að sækja um dvalarleyfið heima á Íslandi.
„Hann sagði að það væri einfaldara að sækja um vegabréfsáritunina heima. Hann ætlaði að fara að fylla út pappírana en sagði okkur að gera þetta bara á Íslandi þar sem væri mun auðveldara að afgreiða málið. Við féllumst á það,\" segir Bernhard í samtali við DV.

Þau hjónin héldu síðan heim til Íslands þar sem þegar var hafist handa við að undirbúa komu frænkunnar sem er fátæk og hefur því ekki efni á að standa fjárhagslega undir ferðinni sjálf. Þegar Bernharð hafði samband við Útlendingaeftirlitið kom babb í bátinn.

„Þar var mér sagt að ekki kæmi til greina að gera þetta hérna megin. Við yrðum að gera þetta Taílandsmegin þar sem alfarið væri séð um þetta. Við skyldum senda út formlegt boð til konunnar. Þá væri hægt að halda áfram með málið,“ segir Bernharð. Hann segir að krafist sé tryggingar upp á 240 þúsund krónur og að gesturinn eigi farmiða fram og til baka auk tryggingar í Taílandi. Þannig sé lokað á fátækt fólk að koma í heimsókn til Íslands.

„Þetta er eins og bananalýðveldi hér. Við Íslendingar getum hindrunarlaust farið til Taílands og þurfum ekki að sýna fram á neitt nema að við eigum miða til baka. Það er óskiljanlegt að það skuli ekki duga að sýna íslenskum yfirvöldum fram á að eiga miðann til baka. Þetta lokar á útlendinga,“ segir hann.

Georg Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins, sagði í samtali við DV að stofnun sín yrði að vinna undir þeim reglum sem Ísland hefði undirgengist.

„Þetta eru Schengen-reglurnar sem við erum skuldbundin til að fylgja eftir að við gerðumst aðilar fyrir ári og höfum þar af leiðandi ekki fullt vald á því hverjum við hleypum til Íslands og þar með inn á Schengen-svæðið. Við ráðum ekki ferðinni alfarið,“ segir Georg.

Visir.is

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli