Frétt

bb.is | 04.04.2002 | 13:41Englahljómar í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa

Frá tónleikunum í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa.
Frá tónleikunum í Ísafjarðarkirkju á föstudaginn langa.
Hrifning og gleði ríkti meðal áheyrenda að loknum tónleikum Hljómsveitar og Stúlknakórs Tónlistarskóla Ísafjarðar á föstudaginn langa í Ísafjarðarkirkju.
Allur heildarsvipur tónleikanna var með geðþekkum og hátíðlegum brag, sem bar vitni ást og virðingu flytjendanna á viðfangsefnunum. Ekki var hægt annað en að dást að hæfileikum, getu og dugnaði þessara ungmenna, sem fram komu á tónleikunum í hljóðfæraleik og söng og höfðu eytt páskaleyfi sínu við stífar æfingar.
Hin metnaðarfulla efnisskrá var helguð trúarlegum söngvum og verkum með sérstakri skírskotun til atburða föstudagsins langa á Golgatahæð fyrir tæpum 2000 árum. Var lagavalið einstaklega fallegt og vel til þess fallið að stilla hug og hjörtu áheyrendanna inn á helgi föstudagsins langa og páskanna yfirleitt.

Tónleikarnir hófust á stuttu verki eftir Wieniawski í hljómsveitarútsetningu Januszar Frach, stjórnanda sveitarinnar, og með öguðum flutningi var strax gefinn tónninn að vönduðum tónleikum. Hljómsveitin er skipuð 14 ungmennum, vel þjálfuðum og öruggum, og sérstaka athygli vakti að sex stúlknanna í hljómsveitinni sungu líka í kórnum. Næstur á dagskránni var Stúlknakórinn, sem stjórnað er af pólsku söngkonunni Mariolu Kowalczyk. Hann er skipaður 10 stúlkum á aldrinum 14-19 ára, flestum með talsvert tónlistarnám og mikla söngreynslu að baki. Fyrst fluttu þær sálminn ,,Á föstudaginn langa“ eftir Guðrúnu Böðvarsdóttur og kóralinn ,,Jesús heill míns hjarta“ eftir Bach við undirleik kvartetts, Þá komu söngvar eftir Mozart og Bachofen ,,a cappella“ eða án undirleiks, og var söngur kórsins alveg frábær í þessum lögum, sannkallaður englasöngur.

Þá lék hljómsveitin hið fræga Adagio ítalska tónskáldsins Albiunonis, og var flutningurinn hreinn og öruggur. Næst fluttu kórinn og hljómsveitin hið þekkta lag ,,Air“ eða Aría á G-streng eftir Johann Sebastian Bach, stúlkurnar ,,vókalíseruðu“ lagið – þ.e. sungu það á sérhljóðanum A – og var söngurinn hreinn og bjartur. Óvenjulegt, en skemmtilegt.

Hápunktur tónleikanna var flutningur á nokkrum þáttum úr óratóríunni ,,Stabat mater“ eftir Pergolesi, en hún fjallar um þjáningar Maríu Guðsmóður er hún stendur við krossinn og von mannkynsins um frelsun og hjálpræði vegna þjáninga og dauða Krists. Er skemmst frá því að segja, að túlkunin á þessu erfiða verki var glæsileg og hrífandi. Kórfélagar sungu af miklu öryggi og að því er virtist áreynslulaust flókna raddsetningu barokktónskáldsins. Kórhljómurinn er sérlega bjartur og tær, en einnig mikill og með fyllingu þótt kórinn sé fámennur. Meðleikarar kórsins í þessu verki, þau Janusz Frach, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Hafdís Pálsdóttir og Sara Sturludóttir sýndu einnig ágæt tilþrif og öryggi í flutningi sínum. Sem millispil lék hljómsveitin svo annað frægt ,,Adagio“ og nú eftir bandaríska tónskáldið Samuel Barber, þrungið kyrrð og helgiblæ.

Tónleikunum lauk með flutningi hljómsveitarinnar, Januszar Frachs á fiðlu og Ingunnar Óskar Sturludóttur, altsöngkonu, á einni fegurstu aríunni úr Matteusarpassíu meistara Bachs, miskunnarbæninni ,,Erbarme dich“. Var flutningurinn áhrifamikill og sterkur lokapunktur á frábærum tónleikum.

Full ástæða er til að óska flytjendum, stjórnendunum Januszi Frach og Mariolu Kowalczyk og Tónlistarskóla Ísafjarðar til hamingju með þessa glæsilegu tónleika, sem vissulega marka ákveðin tímamót í sögu skólans. Aldrei fyrr hafa slíkir tónleikar verið haldnir hér fyrir vestan með þátttöku heimafólks einvörðungu og hlýtur að vekja menn til umhugsunar um stofnun vísis að sinfóníuhljómsveit fyrir þetta svæði, sem í rauninni er löngu tímabært. Það er einnig óskandi, að kórinn og hljómsveitin geti flutt þessa metnaðarfullu dagskrá víðar á landinu, því að glæsilegri fulltrúa ísfirskrar æsku og menningar er vart hægt að ímynda sér.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli