Frétt

kreml.is - Sigurður Pétursson | 04.04.2002 | 09:03Skíðavika, sveifla og kvóti

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Páskafrí á Ísafirði. Fyrir brottflutta Ísfirðinga og heimamenn þýðir það einskæra hamingju. Skíði á daginn, skemmtun á kvöldin. Fólk flykkist í bæinn með aukavélum frá Flugfélaginu. Fleiri og fleiri koma keyrandi gegnum Djúpið, enda vegirnir alltaf að batna og leiðin suður að styttast. Skólafólkið kemur heim í páskafrí. Barnabörnin koma í heimsókn til afa og ömmu. Ættingjar og vinir hittast. Kynni eru endurnýjuð. Gamlir leikfélagar, skólasystkin, nágrannar og jafnvel kærustupör hittast á ný. Tilfinningin er ljúfsár. Það er eins og að spóla tíu, tuttugu, þrjátíu ár aftur í tímann. En umfram allt gleði. Maður kemst ekkert áfram í skíðabrekkunum, fyrir öllu þessu fólki!
Merkilegt hvað mikið er til af Ísfirðingum. Og stærsti hlutinn býr einhversstaðar annarsstaðar. Ótrúlegt hvað þeir eru duglegir að flytja burt. Enn merkilegra hve margir eru þrátt fyrir allt eftir! Síðasti áratugur hefur verið fyrir byggðirnar hér vestra eins og skíðabrekkurnar á Tungudalnum. Fjölbreytilegar brekkur fyrir alla styrkleikaflokka, en öruggt rennsli niður allan tímann. Kvótakerfið, kvótakerfið, segja menn, og það með réttu. Afdrifaríkasta framkvæmd fyrir Vestfirðinga frá því landið byggðist. Vestfirðingum er ekki lengur frjálst að veiða á sínum eigin fiskimiðum. Það eru einhverjir aðrir búnir að kaupa upp réttinn til fiskimiðanna! Og samt höfðu Vestfirðingar þrisvar til fimm sinnum fleiri þingmenn en aðrir landsmenn, miðað við höfðatölu, sögðu þeir á fjölmiðlunum fyrir sunnan. Nú er víst búið að leiðrétta það.

Nú er Skíðavikan að renna út þetta árið. Hún byrjaði vel. Skólakrakkarnir og við kennararnir með langa páskafríið gátum skíðað á hverjum degi frá Pálmasunnudegi. Svo komu páskagestirnir á Skírdag. Það voru tveir góðir dagar í Dölunum tveim, eins og þeir eru farnir að kalla skíðasvæðið. Á Föstudaginn langa var sett met. Þrjú þúsund manns á skíðum. Furðufatadagur, karamelluregn, byggðasafnsgangan og hljómsveit á palli. Sólin kíkti fram milli skýja, en það var heiðskírt í hugum fólksins. Þetta lofaði góðu. En þá vorum við minnt á hvar við búum. Þetta var búið að vera of gott.

Fyrst rauk hann upp í austanátt og hálfgerða hláku, og allar lyftur lokaðar, þá kom norðanátt og nú er barasta búinn að vera bylur í allan dag. Ekkert hægt að fara á skíði. En það hafa verið böll og skemmtanir. Meðal annars djasskvöld í Alþýðuhúskjallaranum sem nú heitir Krúsin. Þar voru þeir allir, eins og fyrir tuttugu og þrem árum, Villi Valli rakari, Baldur Geirmunds, sjálfur B.G., Magnús Reynir Guðmunds, kominn í framboð, Gunnar Hólm málari og Ólafur Kristjánsson málarameistari og bæjarstjóri í Bolungarvík. Allt frábærir tónlistarmenn. Spiluðu nokkra fræga standarda, nokkur frumsamin lög, og svo nokkra harmonikkuópusa með. Ekki slæmt það. Fólk var farið að tala um Buena Vista Isafjord. Fullt út úr dyrum og gleði upp um alla veggi. Þannig bæta menn sér upp veðrið.

Það er hinsvegar erfiðara að bæta sér upp kvótaleysið. Bæjarstjórinn hérna var að kynna Byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Það var gott framtak hjá sveitarstjórnarmönnum hér vestra að útbúa sína eigin áætlun, fyrst ráðherran úr Eyjafirðinum hafði víst gleymt Vestfirðingum í sinni áætlun fyrir landið. Þar eru settar fram góðar og raunhæfar tillögur til uppbyggingar í atvinnumálum og félagsmálum hér á svæðinu. Markmiðið að fólki á Vestfjörðum hætti að fækka og taki heldur að fjölga á næstu árum. Vonandi að það takist. Í áætluninni er að finna ýmsa góða punkta um uppbyggingu í ferðamálum, skólamálum og á fleiri sviðum. Allt hlutir sem myndu styrkja bygggðirnar. Það er samt alveg sama hvað hver segir, ef sjávarútvegurinn nær ekki að dafna í þessum landshluta, þá dafnar ekki byggðin. Vestfirðingar verða að ná til sín stærri hlut af sjávargróðanum. Það er algert lífspursmál.

Kvótasjóður fyrir Vestfirði er góð hugmynd. En hverjir eru tilbúnir til að leggja fram fjármagnið? Hér verða margir að koma að máli, heimamenn og brottfluttir, fulltrúar ríkisins, sveitarfélaga, fyrirtækja og fjármagnseigenda. Með slíku átaki væri hægt að snúa þróuninni við. Að styrkja atvinnulífið og byggðirnar. Um leið verður til atvinna í þjónustu og iðnaði, líka ferðamennsku og afþreyingu. Þetta upplifum við á Skíðavikunni. Við þurfum uppswing í meira en djassinn hér fyrir vestan.

Sigurður Pétursson. Pistillinn birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli