Frétt

bb.is | 02.04.2002 | 18:19Ný hafnarlög setja hafnir á landsbyggðinni í erfiða stöðu

Ísafjarðarhöfn.
Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar ákvað á fundi fyrir stuttu að senda samgöngunefnd Alþingis umsögn vegna fyrirliggjandi frumvarps til nýrra hafnarlaga sem þar er til umfjöllunar og stefnt er að lögbinda á vordögum. Í umsögn sinni segir hafnarstjórn að frumvarpið sé slæmt á heildina litið þó þar megi finna jákvæða punkta. Þrjú atriði eru sérstaklega tekin fyrir í umsögn hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Í fyrsta lagi er varað við því að stuðningur ríkisvaldsins við nýframkvæmdir og endurnýjun hafnarmannvirkja falli út verði frumvarpið að lögum. Þá leggur hafnarstjórn áherslu á að aðlögunartími verði gefinn til að taka upp fulla samkeppni reynist ekki komist hjá því að gjaldskrá verði ekki lengur samræmd vegna EES-reglna. Í þriðja lagi leggur hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar til að skilgreining hafna verði endurskoðuð í nýjum lögum þannig að tillit verði tekið samsetningar sveitarfélaga en þannig gæti Ísafjarðarbær t.d. valið á milli þess að reka Hafnir Ísafjarðarbæjar sem eina höfn eða fleiri.
Frumvarpið er lagt fram til þess að samræma íslensk lög við lög evrópska efnahagssvæðisins og eru ýmsar breytingar fólgnar í því sem yrðu höfnum á landsbyggðinni afar óhagstæðar. Meðal breytinga er koma í kjölfar frumvarpsins, verði það samþykkt í óbreyttri mynd, eru þær að ríkisstyrkir til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna á höfnum leggjast nær alveg af, en í dag er framlag ríkisins til viðhaldsverkefna og nýframkvæmda á innri hafnarmannvirkjum um 60% af heildarkostnaði en fer upp í 90% á svokölluðum innri mannvirkjum s.s. varnargörðum o.fl. Þessu varar hafnarstjórn við og bendir á að 64 ár taki að greiða fyrirhugaða endurnýjun á Ásgeirskanti á Ísafirði án ríkisstyrkja, miðað við að 3,3 milljónir næðust í tekjuafgang hafnarinnar líkt og gerðist árið 2000.

Frumvarpið kveður einnig á um að ólöglegt verði að hafa samræmda þjónustugjaldskrá á höfnum landsins, en hún er í dag ákveðin af samgönguráðuneytinu og er verð það sama alls staðar um landið. Ef verðlag á hafnarþjónustu yrði gefið frjálst má telja næsta víst að hafnirnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fá sínar tekjur aðallega frá millilandaflutningum, lækkuðu gjaldskrá sína í því skyni að fá sem flest skip til þess að landa þar. Varpar hafnarstjórn m.a. fram þeirri spurningu hverjir möguleikar hafna Ísafjarðarbæjar til þess að halda 2% aflagjaldi yrðu eftir að samræmd gjaldskrá hefur verið lögð af þar sem í dag er allt að 64 þús. kr. dýrara að landa í einn gám á Ísafirði en á höfuðborgarsvæðinu vegna aukagjalda flutningsaðila. Telur hafnarstjórn nokkuð ljóst hvaða hafnir væru best undir samkeppni búnar ef lögin verða samþykkt.

„Við ákváðum að senda einfalda umsögn til samgöngunefndar og tala aðeins um þær hliðar málsins sem snúa beint að okkur, þó svo við teljum að lögin í heild sinni séu alls ekki nógu góð og setji flestar hafnir landsins, aðrar en í Reykjavík og Hafnarfirði, í afar erfiða afstöðu enda er engin tilviljun að flest sveitarfélög á landinu hafa ályktað gegn þeim. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í allri samkeppni ef að lögunum verður og sjáum nokkur sóknarfæri fyrir okkur í þeim, en það breytir því ekki að ef þau verða samþykkt í núverandi mynd á það eftir að setja hafnir utan höfuðborgarsvæðisins í talsverð vandræði. Við stöndum nú í þeirri von að samgöngunefnd taki sér góðan tíma til þess að fara yfir frumvarpið og vísi því jafnvel til næsta þings þannig að það verði ekki afgreitt á því er nú stendur yfir eins og stefnt er að,“ sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við blaðið og bætti því við að þar sem lögin hafa verið á döfinni í rúm tvö ár hafi hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar lagt áherslu á að ljúka eins miklu af viðhalds- og nýframkvæmdarverkefnum við höfnina og unnt hafi verið á þeim tíma til þess að tryggja fjármagn frá ríkinu í þau.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli