Frétt

Stakkur 2. tbl. 2007 | 11.01.2007 | 10:24Kosningaárið ,,mikla”

Það er gott til þess að vita að Kristinn H. Gunnarsson er í fullu fjöri og ákafinn mikill að vinna vel meðan krafturinn er fyrir hendi. Engu að síður er óupplýst enn hvar hann hyggst beita kröftum sínum. Spennandi verður að sjá hver framvinda mála verður í Frjálslynda flokknum. Magnús Reynir Guðmundsson er orðinn framkvæmdastjóri um stund. Sjálfstæðisflokkur býr samkvæmt skoðanakönnun við minnst fylgi á Vestfjörðum. Þar á hann tvo ráðherra og prýðilegan þingmann, Einar Odd Kristjánsson, sem óhræddur er við að hafa skoðanir og halda þeim fram.

Reyndar er Einar Oddur gæddur þeirri náttúru að fá góðar hugmyndir og þora að brjótast út úr viðjum vanans. Slíkir menn eru of fáséðir. Nægir að minnast þess að hann tók höndum saman við forystumenn ASÍ meðan hann stóð í brúnni vinnuveitendamegin. Þótt Þjóðarsáttin hefði ekki komist á án þátttöku margra er ljóst að Einar Oddur fór þar fremstur meðal jafningja. Aðferðafræðin var nýlunda í raun. Brátt eru liðin 17 ár frá því ASÍ, VSÍ og Stéttarsamband bænda náðu samningi og ríksstjórn lagði sitt af mörkum. Samkomulag var undirritað 2. febrúar 1990.

Mörgum hefur orðið hugsað aftur þessi 17 ár þegar verðbólgan hefur tekið kippi. Þeir hafa þó ekki verið neitt í líkingu við ástandið sem þá ríkti. Nærri 16 ár hefur setið ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks, að frátalinni tíð Halldórs Ásgrímssonar í tæp tvö ár. Í upphafi var Alþýðuflokkur í samstarfi eitt kjörtímabil. Framsóknarflokkur tók þá sæti í stjórn og hefur það samstarf reynst farsælt, þó ekki að mati stjórnarandstöðu. Nú velta margir fyrir sér framtíðinni í þessum efnum. Innlegg Valgerðar Sverrisdóttur er eftirtektarvert. Utanríkisráðherra vill taka upp evru í stað krónu og gera það án þess að ganga í Evrópusambandið.

Hvað er orðið um ungmennafélagshugsjónina, Íslandi allt? Voru það kannski eftir allt saman mistök að berjast fyrir sjálfstæði alla síðustu öld? Hvers vegna á að taka upp evru í stað krónu, en standa samt utan Evrópusambandsins? Fróðlegt væri að fá skýr svör við þessum eeinföldu spurningum. Framsóknarmenn eru vart svo taugaveiklaðir að vilja ekki lengur vera íslenskir. En búast má við því að evrumálið verði kosningamál sé alvara fólgin í orðum utanríkisráðherra. Þá fæst úr vilja kjósenda skorið.

Nær væri að taka upp sterlingspund. Bretar er næstir okkur af stóru ríkjum Evrópu og þrátt fyrir að hafa staðið í þorksastríðum við Íslendinga eru þeir góðir bandamenn. Að öllu gamni slepptu er brýnna að leysa úr verðbólgu og ,,vaxtaverkjum” heima fyrir en að grípa næstu ódýru lausnina sem blasir við. En trúlega veit utanríkisráðherra að fiskimið eru góð skiptimynt í samskiptum ríkja. Verður kosið um þau? Atkvæðin eru Íslendinga.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli