Frétt

| 06.07.2000 | 17:07Erindi um hagnýtingu þjóðminja

Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.
Tjöruhúsið í Neðstakaupstað.
Hjörleifur Stefánsson frá Þjóðminjasafni Íslands flytur erindi á fyrsta Sumarkvöldinu í Neðsta í ár sem verður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði í kvöld. Þar verður einnig í boði kaffi og með því og Söngfjelagið í Neðsta verður á sínum stað eins og á liðnum árum.
Í erindi sínu mun Hjörleifur Stefánsson fjalla um hagnýtingu þjóðminja. Annars vegar ætlar hann að ræða um endurbyggingu Litlabæjar í Skötufirði og fyrirhugaða nýtingu hans í framtíðinni og hins vegar mun hann segja frá vélbátnum Sædísi ÍS, sem er í eigu Byggðasafns Vestfjarða, og áformum um rekstur hans. Báturinn liggur nú í smábátahöfninni á Ísafirði.

Að mati Hjörleifs er íbúðarhúsið að Litlabæ, en það var byggt árið 1894, í betra ástandi en önnur hús við Ísafjarðardjúp frá þeim tíma. Fyrr á öldum voru hús við Djúp hlaðin úr grjóti að stærri hluta en tíðkaðist annars staðar á landinu og Litlibær er hlaðinn með þeim hætti. Hús af þessu tagi hefur ekki áður verið tekið til varðveislu hérlendis. Á jörðinni eru mörg önnur mannvirki, svo sem hringlaga fjárborg ævaforn, hlaðnir túngarðar og hlaðnir veggir bátaskýlis, auk útihúsa og tveggja hjalla. Hjörleifur segir að síðustu forvöð séu að bjarga Litlabæ.

Litlibær er í eigu hjónanna á Hvítanesi þar rétt hjá, Kristjáns Kristjánssonar og Sigríðar Hafliðadóttur, og sjálfur er Kristján frá Litlabæ. Þau eru mjög áhugasöm um áform Hjörleifs og vilja greiða götu Þjóðminjasafnsins í þessu máli á allan hátt.

Enda þótt húsið að Litlabæ sé gamalt á íslenskan mælikvarða á búskapur þar sér ekki langa sögu, að minnsta kosti ekki á seinni tímum. Ábúð á Litlabæ stóð aðeins í 75 ár, eða frá 1894 til 1969. Þar var upphaflega tvíbýli, enda þótt íbúðarhúsið sé afar smátt á mælikvarða nútímans, aðeins um eða innan við 40 fermetrar.

Litlabæ byggðu á sínum tíma bændurnir Finnbogi Pétursson, afi Kristjáns á Hvítanesi, og Guðfinnur Einarsson, faðir Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns í Bolungarvík, og í þessu smáa húsi fæddist Einar vorið 1898. Þeir Finnbogi og Guðfinnur bjuggu í tvíbýli að Litlabæ fram til 1917, en þá fluttist Guðfinnur ásamt fjölskyldu sinni út í Fót. Hans hluta í Litlabæ keypti þá Pétur Finnbogason, sonur Finnboga, og bjó hann þar til 1930 er hann fluttist að Hjöllum handan fjarðarins. Frá þeim tíma var einbýli að Litlabæ. Kristján Finnbogason tók við jörðinni af föður sínum og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til 1969, er hann fluttist að Hvítanesi.

Húsið að Litlabæ er nú verulega frábrugðið því sem var í öndverðu. Árið 1930 var byggt við það, en ef húsið verður endurbyggt verða viðbæturnar fjarlægðar og reynt að koma því sem mest í upphaflegt horf. Eitt af mörgu sem er sérkennilegt við Litlabæ, er að vegna þrengslanna inni voru byggð við húsið tvö lítil útieldhús.

Vélskipið Sædís er í eigu sjóminjadeildar Byggðasafns Vestfjarða og með ýmsum hætti merkileg í atvinnusögu byggðanna við Djúp. Hún var smíðuð á Ísafirði og var alla tíð gerð út frá Ísafirði og Bolungarvík.

Sædísin er úr eik og beyki, smíðuð í skipabraut Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings á Torfnesi árið 1938. Hún er ein af Dísunum sex, sem útgerðarfélagið Njörður á Ísafirði lét smíða og gerði út fram til 1953. Þá keypti Vilmundur Reimarsson í Bolungarvík bátinn í félagi við fleiri menn. Undir lokin átti hann Sædísina einn og gaf hana sjóminjasafninu á Ísafirði haustið 1998. Skráningarnúmer hennar var ÍS 67 en það færðist yfir á nýjan bát Vilmundar.

Þess má geta, að Bárður G. Tómasson, smiður Sædísarinnar, vakti fyrstur manna máls á því í blaðinu Vesturlandi árið 1939 að stofnað yrði sjóminja- og byggðasafn Vestfjarða.

Stýrishúsið sem nú er á Sædísinni er annað en var í fyrstu. Það er hugmynd Jóns Sigurpálssonar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, að smíðað verði á hana stýrishús eins og var í öndverðu. Jafnframt er ætlunin að setja í hana gamla mótorvél, eins og sprengihreyflar voru áður nefndir til aðgreiningar frá gufuvélum í skipum. Nú er verið að vinna að því „í kerfinu“ að afla fjár til þessara verkefna við bátinn.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli