Frétt

bb.is | 05.01.2007 | 08:11„Mikilvægt að skoða eignarhluta Súðavíkurhrepps“

Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps telur mikilvægt að skoða eignarhluta hreppsins í fyrirtækjum í Súðavík.
Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps telur mikilvægt að skoða eignarhluta hreppsins í fyrirtækjum í Súðavík.

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðarvíkurhrepps segir í áramótapistli á heimasíðu hreppsins að mikilvægt sé á yfirstandandi kjörtímabili að skoða eignarhluta Súðavíkurhrepps í fyrirtækjum starfræktum í Súðavík. Verulegar breytingar urðu á atvinnuháttum í Súðavík með stöðvun Frosta hf., árið 2005 og var þá farið í að skoða alla möguleika til að fjölga störfum. Fór sveitarfélagið því sjálft út í atvinnulífið með beinum hætti. Áhersla var lögð á að fjölga fyrirtækjum í Súðavík og dreifa þeirri áhættu sem fylgir því að vera með eitt stórt fyrirtæki sem útvegar stærstan hluta allra starfa í sveitarfélaginu.

Ómar segir það mikilvægt að skoða hvort hægt sé að koma þeim eignahlutum sem Súðavíkurhreppur á í dag í hendur atvinnulífsins sjálfs og segir jafnframt að það geti orkað tvímælis að sveitarfélög séu inn á hinum frjálsa markaði með fjárfestingar.

Fasteignafélagið Langeyri ehf., er alfarið í eigu Súðavíkurhrepps og er hann einnig stór hluthafi í Sumarbyggð hf., með 70% eignarhald. Hreppurinn á svo 32% hlut í beituframleiðslunni Aðlöðun hf. Allt á þetta sér þó skýringar og er í raun liður í að gera það eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í sveitarfélaginu. Húsakosturinn á Langeyri var byggður þegar að vöntun var á atvinnuhúsnæði á svæðinu bæði fyrir hinn frjálsa markað sem og fyrir hreppinn. Nýting á húsunum sem komust í gagnið á nýliðnu ári er nú tæp 70%.

Í málefnum Aðlöðunar segir Ómar sveitarstjórnarfólk hafa talið það brýnt að gera það sem þau gátu svo fyrirtækið myndi ekki fara af svæðinu. Sumarbyggðina ætti ekki að þurfa að hafa í bómull lengur segir Ómar, en rekstur hennar var erfiður fyrst um sinn, sérstaklega vegna þess hversu stuttan tíma hún getur verið starfrækt á ári. Með tilkomu Fjord fishing og allra þeirra sjóstangveiðimanna sem koma til Súðavíkur yfir sumartímann hefur rekstargrundvöllur Sumarbyggðarinnar snarbreyst. Ómar segir því mál til komið að skoða hvort ekki séu áhugasamir aðilar sem vilja taka við boltanum.

Í áramótapistlinum segir einnig. „Mikil breyting hefur orðið á atvinnumálum Súðvíkinga á stuttum tíma. jafnframt heyrast nú þær raddir frá atvinnurekendum að fólk vanti til starfa og í mjög langan tíma er engin á atvinnuleysisskrá í Súðavík.“

annska@bb.isbb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli