Frétt

Stakkur 13. tbl. 2002 | 27.03.2002 | 14:42Örvænt um framtíðina

Framboðsmál eru að skýrast á flestum stöðum. Enn er þó eitthvað í land á Vestfjörðum í þeim efnum. Framboð er lítið í Súðavíkurhreppi enn sem komið er. Enginn gefur kost á sér. Í Bolungarvík er þess beðið hvert verði hlutverk hins nýstofnaða bæjarmálafélags. Það mun ráðast að mestu leyti af því hvernig sjálfstæðismönnum tekst að stilla upp. Af fréttum hefur mátt marka það að Ólafur Kristjánsson forystumaður bolvískra sjálfstæðismanna í áratugi ætli sér fram. Er það nokkuð að skjön við það er telja mátti líklegt fyrir fjórum árum. Þá virtist ljóst að Ólafur væri að sigla inn í sitt síðasta kjörtímabil með glæsibrag. Nokkur spenna er því um framahaldið nú. Ólafur hefur sett mark sitt á Bolungarvík með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi. Hver arftaki hans verður er ekki ljóst fremur en það hvort sá komi fram nú eða síðar. Þó er því fremur spáð að Ólafur hætti nú þegar ferill hans stendur sem hæst. En hann og félagar hafa tekizt á við mörg erfið verk síðustu ár og ljóst er að forystan hefur verið í hans höndum.

Í Ísafjarðarbæ sýnist að boðin verði ofgnótt framboða eða sex alls. Fram eru komin þrjú. Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa kynnt sína lista. Frjálslyndir hafa tilkynnt að framboð verði á þeira vegum. Við hinu sama er að búast af Vinstri grænum þótt hægt gangi enda var fylgið lítið í Alþingiskosningum 1999. Margt hefur þó breyst síðan þá. Stóra kollótta spurningamerkið, ef svo má að orði komast, er boðað framboð Halldórs Jónssonar. Hann virtist þó hálfpartinn vera að draga í land í útvarpsviðtali í Svæðisútvarpinu í síðustu viku með yfirlýsingu á borð við þá að ef framboð kæmi fram ætti það sér ekki móðurskip.

Verði sú raunin að framboð verði sex er það ótvírætt offramboð. Vestfirðingar þurfa samstöðu ekki frekari sundrungu. Helmingur framboðanna, sá er virðist óframboðinn, rær að öllu leyti á sömu mið, er á móti kvóta, með öldruðum og með öllum öðrum en hinum framboðunum. Þetta gerist á sama tíma og allt bendir til þess að samstaðan ein skili Vestfirðingum einhverju í baráttunni við fólksfækkun og snöggt minnkandi atvinnu. Tækifærum fólks til að fá atvinnu við hæfi fækkar hér stöðugt. Getur það verið að ótti manna um framtíð sína á Vestfjörðum firri þá svo sýn, að örvænting heltaki þá og þeir sjái þá lausn eina að bjóða fram og eyða kröftum í deilur við þá sem eru jafn örvæntingarfullir?

Verði framboð sex má öllum vera ljóst að skynsemi víkur fyrir örvæntingunni um framtíðina. Áhrif Vestfirðinga í þágu byggðar á Vestfjörðum hafa þorrið nokkuð á undanförnum árum. Offramboð sveitarpólitíkusa bætir ekki úr. Þvert á móti rýrir það trúverðugleika fulltrúa Vestfirðinga. Frekari sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum og færri sveitarstjórnarmenn er vænlegri kostur. Ósamstæður hópur nær ekki eyrum annarra landsmanna hvorki innan þings né utan. Gleðilega páska lesendur góðir og munið að þeir eru hátíð upprisunnar.


bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli