Frétt

bb.is | 27.03.2002 | 14:36Nýtt bæjarmálafélag stofnað í Ísafjarðarbæ

Halldór Jónsson.
Halldór Jónsson.
Á fundi sem haldinn var á Hótel Ísafirði í gærkvöldi var samþykkt stofnun nýs bæjarmálaafls í Ísafjarðarbæ sem bjóða mun fram við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Í stjórn félagsins voru kosin þau Friðgerður Ómarsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Halldór Jónsson og Karl Ásgeirsson, sem er varamaður í stjórn. Á fundinum var samþykkt að stjórnin geri tillögu að framboðslista og stefnuskrá fyrir næsta félagsfund auk tillögu að nafni framboðsins.
Í framsöguræðu sinni fór Halldór Jónsson yfir þau atriði sem hann taldi vega þungt fyrir væntanlegan framboðslista. Sagði hann mikilvægt að framboðið yrði óháð hefðbundnu stjórnmálaflokkunum vegna þess að þingmenn þeirra hefðu meira vægi en sveitarstjórnarmenn sömu flokka, sem þyrftu að beygja sig í flestum málum og þar með vikju hagsmunir sveitarfélaganna ætíð fyrir hagsmunum ríkisins.

Halldór sagði einnig að auka þyrfti rannsóknir á fiskistofnunum til að auðlindin næði að vaxa, ekki dygði að þrasa um hverjir ættu að fá að veiða. Í byggðarmálum taldi Halldór að fara ætti að lögum um jafnan rétt þegnanna og nefndi í því sambandi jafnan rétt til náms, heilsugæslu og fleira auk þess sem hann sagði að flytja bæri störf skipulega frá hinu opinbera og út á landsbyggðina. Hann sagði einnig að ljúka þyrfti sameiningu sveitarfélaganna í Ísafjarðarbæ og að rekstur Ísafjarðarbæjar yrði að vera í takt við þær tekjur sem inn kæmu.

Hann sagði einnig að bæta þyrfti jarðveginn fyrir atvinnurekstur á svæðinu, gera þyrfti samfélagið meira aðlaðandi fyrir yngra fólk sem er tilbúið að setjast hér að og hætta þeirri skammsýni sem oft ríkti hjá starfsmönnum sveitarfélagsins. Þá vildi Halldór láta klára þau verk sem hafin eru á vegum sveitarfélagsins, auka uppbyggingu skólastofnana og byggja nýja sundlaug á Ísafirði.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli