Frétt

Sælkerar vikunnar Sædís María Jónatansdóttir og Jóhann Bæring Gunnarsson á Ísafirði | 02.01.2007 | 08:38Hollt og gott, í og með um jólin

Sælkerar vikunnar bjóða upp á holla og bragðgóða máltíð sem hentar vel á milli hátíða. Þau bjóða upp á kjúklingabaunabuff sem borið er fram með agúrku- og hvítlaukssósu og salati með tófú. Í eftirrétt er hnetu- og súkkulaðinammi. Sælkerarnir óska lesendum Bæjarins besta gleðilegrar jólahátíðar, og að þeir njóti njótið máltíðarinnar.

Kjúklingabaunabuff

150 gr maukaðir sólþurrkaðir tómatar
150 gr malaðar heslihnetur
150 gr malaðar kasjúhnetur
150 gr rifinn ostur
50 gr parmesan
150 gr soðnar kjúklingabaunir
150 gr blandað grænmeti úr ísskápnum

Kryddið með karrý, paprikudufti, salti, cayennepipar og fersku kóríander. Léttsteikið grænmetið. Setjið allt í skál og hrærið saman. Mótið buff og bakið við 180° C í 20 mínútur.

Agúrku og hvítlaukssósa

5 dl ab-mjólk
1/3 agúrka
2-3 hvítlauksrif
salt og pipar

Ab-mjólkina þarf að sía í 30-50 mínútur t.d. í gegnum kaffifilter. Rífið agúrkuna á grófu rifjárni og pressið hvítlaukinn. Öllu blandað saman, salt og pipar eftir smekk.

Salat með tófú

klettasalatsblanda
papríka
konfektpómatar
gúrka
rauðlaukur
papríka
furuhnetur
1/3 biti tófú
2 hvítlauksrif
Tamari sósa

Pressið hvítlaukinn og blandið saman við Tamari sósuna. Skerið tófúið í bita og leggið í bleyti í sósunni í 15 mínútur. Skerið grænmetið og blandið öllu saman. Gott er að bera fram með salatinu Crema di balsamico sósu frá LaSelva. Með kjúklingabaunabuffinu og salatinu er gott að bera fram nýtt Ciabattabrauð og góða ólífuolíu. Hellið ólífuolíu á fylgidisk og saltið og piprið (úr hvörn) eftir smekk og dýfið brauðinu í.

Hnetu- og súkkulaðinammi

2 ½ dl blandaðar hnetur
2 hrískökur
15 þurrkaðar apríkósur, lífrænt ræktaðar
15 þurrkaðar döðlur, lífrænt ræktaðar
1 banani
1 Carobella
50-100 gr suðusúkkulaði
½ tsk. vanilludropar

Til að velta uppúr: þurrristað kókosmjöl og sesamfræ.

Setjið hnetur og hrískökur í matvinnsluvél og malið frekar smátt. Skerið döðlur, apríkósur, banana, Carobella og suðusúkkulaði smátt. Blandið öllu saman þar til allt er vel límt saman. Hnoðið litlar kúlur og veltið þeim uppúr kókosblöndunni. Kælið eða frystið.

Við skorum á Þuríði Katrínu Vilmundardóttur og Jón Pál Hreinsson sem eru miklir sælkerar.


bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli