Frétt

bb.is | 22.03.2002 | 11:30Lítil neikvæð áhrif snjóflóðavarna í Bolungarvík

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík.
Bolungarvíkurkaupstaður hefur lagt fram til kynningar mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík. Þar kemur fram að í heildina litið sé ávinningur af framkvæmdinni svo mikill að neikvæð áhrif séu lítil eða hverfandi í því samhengi. Verði varnargarðar hins vegar ekki byggðir sé nauðsynlegt að kaupa upp stóran hluta bæjarins og að mati framkvæmdaaðila er sá kostur óraunhæfur vegna mikils kostnaðar sem og ákvæða í lögum um þátttöku Ofanflóðasjóðs í uppkaupum eða flutningi á húseignum. Þá segir í matinu að félagsleg áhrif snjóflóðahættu verði seint vanmetin og því nauðsynlegt að bægja þeirri vá frá eins og auðið er.
Varnirnar verða staðsettar í hlíðum Traðarhyrnu ofan við kaupstaðinn, frá skíðasvæði og út fyrir gatnamót Stigahlíðar og Hjallastrætis, og samanstanda af tveimur gerðum Varnarmannvirkja, þ.e. tveir bogadregnir garðar sem koma saman í hvössu horni og átta nabbar. Áætlaður byggingarkostnaður varnarmannvirkjanna er um 420 mkr. auk kostnaðar við uppkaup sex húsa við Dísarland og tveggja húsa við Traðarland, en hluti af varnarmannvirkjunum lendir á íbúðasvæði.

Í matinu kemur fram að megnið af allri úrkomu sem fellur á vatnasvið Tunguhorns rennur af yfirborði eftir lækjum úr giljum og leysingarvatnsfarvegum. Er því nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að veita yfirborðsvatni framhjá byggðinni og til sjávar. Hins vegar er ekki talin ástæða til að ætla að mýrlendið undir hlíðinni vestan við jaðar bæjarins muni breytast að ráði vegna breytinga á rennsli yfirborðsvatns.

Þá segir ennfremur í matinu að á svæðinu hafi ekki fundist neinar jarðmyndanir sem hafa sérstakt verndargildi. Gróðurfar hafi nú þegar orðið fyrir miklum áhrifum af byggðinni og engar tegundir hafi fundist sem teljast sjaldgæfar né gróðurlendi með sérstakt verndargildi. Fuglalíf sé einsleitt á framkvæmdasvæðinu og með góðum frágangi, þar sem leitast verður við að líkja eftir núverandi aðstæðum, megi viðhalda svipuðu fuglalífi við garðana og er nú í hlíðum Traðarhyrnu. Við frágang varnarmannvirkjanna verður reynt að fella þau eins vel að umhverfinu og kostur er.

Rannsaka þarf fornminjar sem eru á svæðinu og munu þær rannsóknir fara fram
samhliða framkvæmdum við varnargarða. Rúmlega helmingur fornleifa mun verða fyrir skemmdum eða hverfa með tilkomu varnargarðanna. Er þar helst að telja hluta af bæjarstæði Traðar ásamt útihúsum, brunni, kálgarði og túngörðum.

Umsjón með mati á umhverfisáhrifum hefur Náttúrustofa Vestfjarða og eru höfundar þess þau Þorleifur Eiríksson, Hafsteinn H. Gunnarsson, Arnlín Óladóttir, Jón Reynir Sigurvinsson og Margrét Valdimarsdóttir.

Mat á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna í Bolungarvík er hægt að nálgast á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli