Frétt

bb.is | 20.03.2002 | 10:44Búist við svipaðri framlegð og hagnaði á árinu 2002

Frá aðalfundi Hraðfrystihússins-Gunnvarar í gær, þriðjudag.
Frá aðalfundi Hraðfrystihússins-Gunnvarar í gær, þriðjudag.
Í ræðu Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., er flutt var á aðalfundi félagsins á Hótel Ísafirði í gær, þriðjudag, kom meðal annars fram að stjórn félagsins hefur sett sér það markmið að á næstu fimm til sjö árum verði slátrað magn eldisþorsks hjá félaginu komið í 1.500 tonn árlega, reynist það hagkvæmt.
Í þessu skyni hafi félagið fest kaup á helmingshlut í eldisstöð Háafells ehf. á Nauteyri við Ísafjarðardjúp, en stöðin, sem upphaflega var byggð til seiðaeldis en hefur á undanförnum árum framleitt bleikju, hefur frá síðasta hausti séð um áframeldi á þorskseiðum fyrir HG. Kaupin á Háafelli sagði Einar gerð í því skyni að gera félagið betur í stakk búið til þess að taka á móti seiðum til áframeldis þegar seiðaeldisframleiðsla verður hafin í meira magni en nú er.

Sagði Einar einnig að í ljósi þess frumkvæðis er tekið hefur verið í tilraunum á áframeldi þorsks á Vestfjörðum, væri ekki óeðlilegt að þar yrði miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski. Það væri sjálfsögð krafa atvinnulífsins til stjórnvalda að samhliða uppbyggingu innan fyrirtækjanna leggðu stjórnvöld sitt af mörkum til þekkingaröflunar og uppbyggingar á sviði þorskeldis á Vestfjörðum. Segir Einar mat stjórnenda HG vera að ákveðin tækifæri til vaxtar geti legið í fiskeldi og því hafi fyrirtækið í auknum mæli komið að rannsóknarvinnu á því sviði.

„Fyrir félagið er mikilvægt að byggja upp sem mesta þekkingu á þessu sviði innan fyrirtækisins, einnig þarf að huga að staðháttum, umhverfismálum, kynbótum og sjúkdómum auk þess sem það þarf að byggja upp þekkingu og reynslu í eldistækni og umgengni við sjókvíar. Varðandi slátrum, vinnslu og markaðssetningu fisksins má segja að þeir hlutir séu allir fyrir hendi innan fyrirtækisins og ekki er þörf á frekari fjárfestingum hvorki í húsnæði né vinnslulínum,“ sagði Einar, sem í ræðu sinni fjallaði einnig um aflabrögð bolfiskskipa HG, sem hann sagði hafa verið þokkaleg, og ljóst að miðað við svipaða starfsemi og líkar ytri aðstæður myndi fyrirtækið skila hlutfallslega svipaðri framlegð á komandi ári og í fyrra, og yrði gert upp með nokkrum hagnaði á árinu 2002.

Margt bar á góma á fundinum, sem stóð í tæpa klukkustund. Í stjórn félagsins voru samhljóða kjörnir þeir Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður, Kristján G. Jóhannsson, varaformaður, Elías Ingimarsson, Gunnar Jóakimsson og Salvar Baldursson. Brynjólfur Bjarnason var einnig kjörinn varastjórnandi. Samþykkt var 450.000 króna þóknun til aðalmanna og varamanns í stjórn félagsins og að stjórnarformaður fái tvöfalda þá upphæð. Einnig var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til kaupa á eigin hlutum í félaginu í samræmi við ákvæði 55. gr. hlutafélagalaga. Gildir heimildin í 18 mánuði frá samþykki hennar og heimilar stjórn kaup á hámarki 10% hlutafjár í félaginu.

Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Hraðfrystihússins-Gunnvarar, flutti einnig ræðu á fundinum þar sem hann sagði að afkoma fyrirtækisins á árinu 2001 bæri þess merki að hagræðing í sjávarútvegsfyrirtækjum, er átt hefur sér stað á undanförnum árum, væri að skila sér vel. Taldi hann að þrátt fyrir hagræðingu væru enn miklir möguleikar fyrir hendi sem meðal annars fælust í frekari stækkun og samvinnu fyrirtækja, tækniþróun og betri nýtingu fjármuna, fjölbreyttari vinnsla og stærri fyrirtæki stafaði að minni áhættu í rekstri fyrirtækja Hann sagði og að það væri sjávarútveginum til góðs að fá inn erlenda eignaraðild því slíkt myndi setja styrkari stoðir undir fyrirtækin og gera þau að fýsilegri fjárfestingarkosti. Þorsteinn tók einnig undir orð Einars Vals varðandi þorskeldi og sagði að útrás og nýir þættir í rekstrinum s.s. fiskeldi gætu skipt miklu máli til framtíðar ef rétt væri að staðið.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli