Frétt

Elías Guðmundsson | 20.12.2006 | 09:31Sameinað bæjarfélag í tíu ár

Elías Guðmundsson.
Elías Guðmundsson.
Var að lesa fundargerð bæjarráðs númer 507 á vef Ísafjarðarbæjar og datt mér í hug að setja nokkrar línur á blað í kjölfarið. Fundargerðin er í tíu liðum og eru þrír liðir frá íbúum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri þar sem þeir eru að skrifa til sinna kjörnu fulltrúa í bæjarstjórn. Allir þrír liðirnir eru á þann veg að íbúar þessa þriggja byggðakjarna eru að setja út á verk okkar sameiginlega bæjarfélags og jafnvel vegna þess að bæjarstjórn hefur fengið þetta fólk upp á móti sér. Held þó að tilviljun ein ráði því að þessi bréf koma frá þessum byggðakjörnum á sama tíma en ef dæma má út frá umræðunni í bæjarfélagin að undanförnu þá er það kannski ekki skrýtið að nú hafi mælirinn orðið fullur hjá fólki.

Þegar bæjarfélagið var sameinað fyrir tíu árum síðan þá virðist vera að einhverjir hafi misskilið orðið sameining og litið frekar á að Ísafjarðarkaupstaður væri að yfirtaka minni sveitarfélögin. Mín tilfinning er á þann veg að um yfirtöku sé um að ræða frekar en samvinnu og stjórnendur Ísafjarðarbæjar leiti með öllum tiltækum ráðum og leiðum til draga eins mikið úr þjónustu og uppbyggingu í byggðakjörnum utan Ísafjarðar. Ég ætla að sleppa því að nefna dæmi um stórar þjónustubreytingar eins og tillaga um breytingu á skólahaldi og fleira, en nefna frekar í stað litlu málin sem erfitt er að skilja af hverju bæjarfélagið getur ekki séð sóma sinn í að sinna. Tökum sem dæmi smá mál á Suðureyri. Smá mál eins og að losa rusl úr ruslatunnum á ljósastaurum, laga stífluð niðurföll, hengja upp jólaljós fyrir jólin, mála blómaker á opnum svæðum og að gæta þess að það sé ljós á ljósastaurum. Hvað þá að sláttur og umhirða á opnum svæðum hefjist ekki fyrr en um miðjan júlí ár hvert. Hægt er að halda áfram með því að benda á hreinsunarátak á brotajárni sem var í haust, þar gat bæjarfélagið ekki séð sóma sinn heldur í því að taka sitt eigið rusla á Suðureyri og koma því í réttan farveg eins og var gert á öðrum stöðum. Svo getur stjórnsýslan verið stolta af því eins og á Þingeyri að eiga ljótustu húsin í þorpinu. Þegar litlu málin eins og þessi og fleiri pirra fólk á hverjum degi þá er ekki skrýtið að fólk rísi upp og mótmæli þegar stærri mál eins og skólamál eru tekin til umræðu. Hræðsla og ótti um að bæjarfélagið vinni stöðugt með skipulögðum hætti við að brjóta niður samfélag eins og á Suðureyri er kannski ástæða þessa að fólk mótmælir og verji sína hagsmuni.

Það eru stór orð hjá mér að kasta því fram að bæjarfélagið vinni með skipulögðum hætti við að brjóta niður samfélagið á Suðureyri, en fyrir því hef ég ekkert nema mínar eigin reynslusögur. Ætla nú ekki að þreyta fólk með reynslusögum en get þó sagt að nú hef ég unnið að undanförnu með hópi að góðu fólki við klasaverkefnið Sjávarþorpið Suðureyri. Verkefni sem á að stuðla að bættu mannlífi og uppbyggingu á Suðureyri. Verkefnið er búið að ganga nokkuð vel en verð þó að segja því reyði mín er nokkuð mikil, að það er með ólíkindum hvað bæjarfélagið okkar Ísafjarðarbær hefur gert til að vinna á móti því verkefni og gert okkur erfitt með að vinna að uppbyggingu. Mikil skömm fyrir bæjarfélag sem á undir högg að sækja.

Eftir samræður mínar við nokkra íbúa á Flateyri og Þingeyri þá virðist sömu vandamál vera þar fyrir hendi. Það er að segja áhugaleysi bæjarfulltrúa og starfsmanna stjórnsýslunnar fyrir því að hægt sé að byggja upp góð samfélög utan Skutulsfjarðar. Vona svo í lokin að bæjarfulltrúar sameinaðs bæjarfélags gefi sér nú tíma til að koma af stað formlegri vinnu við að byggja upp samvinnu allra byggðakjarna bæjarfélagsins svo við getum öll verið stolt af samfélaginu okkar.

Elías Guðmundsson, Suðureyri.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli